Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2012 | 13:55

Yani Tseng í lægð og á engin svör við því af hverju?

Nú hafa liðið 5 mánuðir án þess að Yani Tseng hafi verið meðal efstu 10 á móti. (Til þess að fræðast nánar um Yani Tseng, sem er nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna SMELLIÐ HÉR:)  Sextán hringir hafa verið spilaðir af hennar hálfu án þess að hún brjóti 70. Frá því í apríl hefir meðaltalsskor hennar verið 74,3.  Tölurnar benda til leikmanns sem er í hræðilegri lægð og það er enn meira sjokkerandi þegar sá leikmaður er nr. 1 á heimslista kvenna.

Yani Tseng á engin svör við því af hverju hún er í lægð.

„Ég hugsa að það sé bara partur af alvöru lífsins þegar maður fer niður og síðan upp á við aftur,“ sagði Tseng s.l. mánudag í Suður-Kóreu, þar sem hún á titil að verja á LPGA HanaBank Championship. „Ég get alltaf verið sterkari og þrautseigari þegar ég kem aftur.“

Síðasti nr. 1 á heimslistanum sem var með slík slök skor var Tiger Woods árið 2010 þegar hann var að ganga í gegnum auðmýkjandi krísu í einkalífi sínu og var í 3 mánuði án sveifluþjálfa.

Tseng hóf árið og virtist ráða lögum og lofum meira en nokkur annar kylfingur annarra mótaraða. Hún vann 3 sinnum í 5 mótum sem hún tók þátt í og hún lauk keppni meðal 10 efstu í öllum 8 LPGA mótum sínum að meistarakeppninni í holukeppni. Nú virðist sem það sé heil eilífð síðan.

Ekki aðeins hefir hún spilað í 11 mótum í röð á LPGA án þess að vera meðal 10 efstu, munur milli helminga keppnistímabilsins hjá henni er sláandi.

Hún vann sér inn $976,876 (u.þ.b. 120 milljónir íslenskra króna) í 8 fyrstu mótunum sem hún spilaði í og  $115,320 (u.þ.b. 13 milljónir íslenskra króna) í síðustu 11 mótum sínum. Meðaltalsskor hennar í fyrstu 8 mótunum var 69.5, og það var 72.8 í síðustu 11 mótum hennar. Tseng var með skor upp á 60 og eitthvað í 15 af 28 hringjum sem hún spilaði í allt að Hawaii mótinu. Aðeins í 4 af síðustu 36 hringjum hennar hefir hún verið með skor undir 70.

Það hjálpaði ekki til að hún rak kylfusveininn sinn með von um að það breytti lukkunni henni í vil. Þegar hún vildi ráða hann aftur hafði hann þegar samþykkt að vinna hjá sigurvegara U.S. Women’s Open Na Yeon Choi.

Það eina sem ekki hefir breyst er að Yani Tseng er enn nr. 1 á heimslistanum og hún er ekki líkleg til að tapa þeirri stöðu fyrir árslok.

„Á síðustu 3 mánuðum hef ég verið að læra af öllu,“ sagði Tseng. „Það er mjög erfitt vegna þess að þegar maður spilar eins og maður gerir best og maður á í erfiðleikum í 3-4 mánuði, þá er það mjög erfitt. En nú líður mér eins og ég vilji bara njóta lífsins og njóta hvers hluta golfleiks míns vegna þess að þetta er leikur, sem ég hef elskað frá blautu barnsbeini. Á þessum s.l. mánuðum hefir mér liðið miklu betur á golfvellinum.“

„Ég er ánægðaraði og nýt lífsins meira í stað þess að hafa áhyggjur af nr. 1 eða því að sigra í móti,“ sagði hún. „Ég vil bara fara út þarna og skemmta mér með öllum hinum og reyna að ná fugli á hverri holu og ef ekk,i fara í næsta mót og reyna að spila vel. Það eru enn nokkur mót (í ár) og síðan allt næsta ár.“

Heimild: The Boston Herald/Sports (Ef áhugi er á að lesa greinina á frummálinu SMELLIÐ HÉR: )