Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2012 | 20:30

Alfreð Brynjar lék best GKG-inga á EM klúbbliða – GKG í 5.-6. sæti eftir 1. dag

Alfreð Brynjar Kristinsson, Guðjón Henning Hilmarsson og Kjartan Dór Kjartansson spila nú á Kýpur í EM klúbbliða (European Men´s Club Trophy).

GKG vann sér inn þátttökurétt á mótinu eftir sigurinn í Sveitakeppni GSÍ í ágúst, en alls taka 25 þjóðir þátt í mótinu.

Spilað er á Minthis Hills golfvellinum.

Alfreð Brynjar lék best strákanna úr GKG í dag, en hann var á 4 undir pari, 67 höggum og deilir 5. sætinum með öðrum.  Guðjón Henning var á 1 yfir pari, 72 höggum og Kjartan Dór rak lestina í dag á 8 yfir pari, 79 höggum.

Tvö bestu skorin af 3 telja.

Sveit GKG er í 5.-6. sæti eftir 1. dag í liðakeppninni.

Golf 1 óskar Alfreð Brynjari, Guðjóni Henning og Kjartani Dór góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á EM klúbbliða SMELLIÐ HÉR: