Theodór Emil Karlsson, GKJ. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2012 | 15:20

Bandaríska háskólagolfið: Theodór og Ari luku leik á 2. og 3. besta skori af liði University of Arkansas Monticello á Millsaps Collegiate

Theodór Emil Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKG, sem báðir spila með golfliði University of Arkansas Monticello léku þann 22.-23. október s.l. á Millsaps Collegiate mótinu.

Mótið fór fram í Deerfield Country Club í Jackson, Mississippi en ekki í Lake Caroline golfklúbbnum, í Madison, Mississippi þar sem Birgir Leifur vann það frækilega afrek að komast á næsta stig úrtökumóts fyrir PGA Tour, eins og misfórst í frétt Golf1 frá 21. október s.l.  Þátttakendur í Millsaps Collegiate Invitational voru 62 frá 12 háskólum.

Theodór Emil spilaði á samtals 159 höggum (81 78) og varð T-17 þ.e. jafn öðrum í 17. sæti á mótinu í einstaklingskeppninni. Hann var á 2. besta skori í liði sínu og taldi skor hans því.

Ari lék á samtals 161 höggi (80 81) og varð T-24 þ.e. jafn öðrum í 24. sæti á mótinu í einstaklingskeppninni. Hann var á 3. besta skori í liði sínu og taldi skor hans því.

Golflið University of Arkansas Monticello varð í 6. sæti í liðakeppninni.

Ekki eru fleiri keppnir á dagskrá hjá þeim Ara og Theodór Emil á haustönn og ekki búið að birta leikjadagskrá vorannar.

Til þess að sjá úrslitin í mótinu SMELLIÐ HÉR: