Hver er kylfingurinn: Jamie Donaldson?
Velski kylfingurinn Jamie Donaldson setti glæsilegt vallarmet á Lake Malaren golfvellinum í Shanghai nú fyrr í dag upp á 62 högg. Það gerðist á BMW Masters mótinu sem hófst í dag. En hver er þessi 37 ára kylfingur frá Wales?
Donaldson fæddist í Pontypridd í Wales, 19. október 1975 og er því nýorðinn 37 ára og því jafnaldri Tiger Woods. Hann gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 12 árum þ.e. árið 2000. Honum tókst ekki að komast í gegnum Q-school Evrópumótaðarinnar og því spilaði hann fyrst aðallega á Áskorendamótaröðinni. Hann vann BMW Russian Open og Telia Grand Prix mótið í Svíþjóð og varð í 2. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar. Hann nýtti sér öll þau tökmörkuðu tækifæri sem hann hafði á Evrópumótaröðinni; komst 5 sinnum í gegnum niðurskurð í þeim 7 mótum sem hann mátti spila í og varð tvívegis meðal efstu 10 og því lauk hann keppnistímabilinu líka innan topp 100 stigalista Evrópumótaraðarinnar og vann sér þannig inn kortið sitt fyrir keppnistímabilið 2002.
Donaldson varð næstu árum í að spila á Evrópumótaröðinni og náði bestum árangri sínum þar með þvi að verða i 58. sæti á stigalistanum 2003, en fékk slæma bakverki árið 2004. Árið 2007 var hann aftur kominn á Áskorendamótaröðina, en sýndi að hann var aftur kominn í form þegar hann sigraði í 3. sinn á Áskorendamótaröðinni í Abierto Telefonica de Guatemala mótinu og varð í 40. sæti á stigalistanum. Því var hann aftur á Evrópumótaröðinni 2008 og aftur innan topp100 á stigalistanum og hélt kortinu sínu fyrir 2009 keppnistímabilið.
Síðan þá hefir hann verið stöðugur og innan topp 50 bæði 2010 og 2011. Þann 1. júlí 2012 vann hann fyrsta sigur sinn á The Irish Open í Royal Portrush og átti 4 högg á næstu 3 sem urðu í 2. sæti. Donaldson var með 2 högga forystu eftir 54 holur og lagði strax pressu á þegar hann fékk fugla á 2.-4. flöt. Þrátt fyrir að missa högg á 11. og 16. flöt var hann með 5 aðra fugla á seinni 9 og lauk keppni á 66 höggum og náði að tryggja sér fyrsta sigurinn í 255. mótinu sem hann tók þátt í á Evrópumótaröðinni. Hann varð 10. Wales-verjinn til þess að sigra á Evrópumótaröðinni.
Donaldson varð T-7 í PGA Championship risamótinu og hefir í hyggju að spila á PGA Tour, keppnistímabilið 2013.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024