Inbee Park
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2012 | 11:15

LPGA: Inbee Park í forystu á 1. degi Sunrise LPGA Taíwan Championship

Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Yani Tseng var hvött áfram af þúsundum áhanganda, sem fögnuðu henni þegar hún kom í hús í morgun á 5 undir pari 67 höggum, 2 höggum á eftir forystukonu mótsins, Inbee Park, á  Sunrise LPGA Taiwan Championship.

Yani sem á titil að verja, var svo hrærð að hún táraðist, en hún er að hugsa um að snúa 7 mánaða sigurleysi sér í hag og byrjaði vel í dag fékk 6 fugla og 1 skolla.

Yani Tseng á titil að verja á Sunrise mótinu

Inbee Park sem búin er að vera 10 sinnum meðal 10 efstu í 20 mótum sem hún hefir tekið þátt í á árinu spilaði skollafrítt, fékk 7 fugla og 11 pör á Sunrise Golf and Country Club í norðurhluta Taoyuan.

Nicole Castrale og Danielle Kang frá Bandaríkjunum, Pornanong Phatlum  frá Thaílandi og Park Hee-Young frá Suður-Kóreu deila 3. sætinu á 4 undir pari, 68 höggum, hver eftir 1. daginn.

Aðeins 1 höggi á eftir þ.e. á  69  höggum voru Paula Creamer og nýliðinn á LPGA Lizette Salas frá Bandaríkjunum, Chella Choi frá Suður-Kóreu og norska frænka okkar Suzann Pettersen, sem sigraði í síðustu viku á HanaBank Championship í Suður-Kóreu eftir umspil.

Staða efstu kvenna eftir 1. dag Sunrise LPGA Taíwan Championship:

65 – Park In-Bee (KOR)
67 – Yani Tseng (TPE)
68 – Nicole Castrale (USA), Pornanong Phatlum (THA), Danielle Kang (USA), Park Hee-Young (KOR)
69 – Lizette Salas (USA), Paula Creamer (USA), Suzann Pettersen (NOR), Chella Choi (KOR)
70 – Dewi Claire Schreefel (NED), Cristie Kerr (USA), Catriona Matthew (SCO), Julieta Granada (PAR)

Sjá einning tengil inn á heimasíðu LPGA og stöðu allra keppenda  með því að SMELLA HÉR: