
LPGA: Inbee Park í forystu á 1. degi Sunrise LPGA Taíwan Championship
Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Yani Tseng var hvött áfram af þúsundum áhanganda, sem fögnuðu henni þegar hún kom í hús í morgun á 5 undir pari 67 höggum, 2 höggum á eftir forystukonu mótsins, Inbee Park, á Sunrise LPGA Taiwan Championship.
Yani sem á titil að verja, var svo hrærð að hún táraðist, en hún er að hugsa um að snúa 7 mánaða sigurleysi sér í hag og byrjaði vel í dag fékk 6 fugla og 1 skolla.
Inbee Park sem búin er að vera 10 sinnum meðal 10 efstu í 20 mótum sem hún hefir tekið þátt í á árinu spilaði skollafrítt, fékk 7 fugla og 11 pör á Sunrise Golf and Country Club í norðurhluta Taoyuan.
Nicole Castrale og Danielle Kang frá Bandaríkjunum, Pornanong Phatlum frá Thaílandi og Park Hee-Young frá Suður-Kóreu deila 3. sætinu á 4 undir pari, 68 höggum, hver eftir 1. daginn.
Aðeins 1 höggi á eftir þ.e. á 69 höggum voru Paula Creamer og nýliðinn á LPGA Lizette Salas frá Bandaríkjunum, Chella Choi frá Suður-Kóreu og norska frænka okkar Suzann Pettersen, sem sigraði í síðustu viku á HanaBank Championship í Suður-Kóreu eftir umspil.
Staða efstu kvenna eftir 1. dag Sunrise LPGA Taíwan Championship:
65 – Park In-Bee (KOR)
67 – Yani Tseng (TPE)
68 – Nicole Castrale (USA), Pornanong Phatlum (THA), Danielle Kang (USA), Park Hee-Young (KOR)
69 – Lizette Salas (USA), Paula Creamer (USA), Suzann Pettersen (NOR), Chella Choi (KOR)
70 – Dewi Claire Schreefel (NED), Cristie Kerr (USA), Catriona Matthew (SCO), Julieta Granada (PAR)
Sjá einning tengil inn á heimasíðu LPGA og stöðu allra keppenda með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024