Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2012 | 19:30

Hvern haldið þið að Tiger kjósi í bandarísku forsetakosningunum?

Tiger Woods hefir mestallan feril sinn verið skráður sem óháður (independent) skv. bandarískum kosningaskrám.  Þ.e. opinberlega styður hann hvorugan risaflokkanna í Bandaríkjunum, demókrata eða repúblíkana…. og það sparar honum alskyns leiðindi því hann þarf að umgangast menn beggja trúarbragða. En það að Tiger er skráður þýðir að hann kýs.

Hvern haldið þið  að hann kjósi?

Obama og Tiger á forsíðu Golf Digest

Mann sem ELSKAR golfleikinn eða mann sem hefir aldrei haldið á kylfu í hendinni? (Sbr. skemmtilega grein Golf Digest, sem ber það skemmtilega heiti: „What do Mitt Romney, Lady Gaga and Snoop Dog have in common?“ ……. þ.e. „Hvað eiga Mitt Romney, Lady Gaga og Snoop Dog sameiginlegt?“ SMELLIÐ HÉR: )

Mann sem hann hefir margoft spilað golf við og hélt ræðu við vígsluathöfn í embætti forseta eða mann sem hefir aldrei spilað golf og verður aldrei vígður í embætti forseta?

Þegar Obama var kosinn í embætti forseta fyrir 4 árum sagði Tiger:

„“Mér finnst þetta algerlega ótrúlegt.  Hann er fulltrúi Bandaríkjanna. Hann er fulltrúa margra kynþátta. Ég var að vona að þetta (að blökkumaður yrði kosinn forseti) myndi gerast í minni lífstíð. Pabbi vonaði að það myndi gerast í hans lífstíð, en hann lifði aldrei að sjá það. Ég er svo heppinn að hafa séð  blökkumann (kosinn forseta) í Hvíta Húsið.“