Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2012 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór í 9. sæti á Red Wolf Fall Beach Classic mótinu eftir fyrri dag

Andri Þór Björnsson, GR og Geaux Colonels þ.e. golflið Nicholls State háskólans í Louisiana spiluðu í gær fyrstu tvo hringina á  Red Wolf Fall Beach Classic mótinu.

Mótið fer fram á golfvelli í Peninsula golfklúbbnum í Gulf Shores, Alabama.  Þátttakendur eru 70 frá 13 háskólum.

Þetta er 3 hringja mót, 2 hringir voru spilaðir í gær og lokahringurinn verður spilaður í kvöld.

Andri Þór lék fyrstu tvo hringina á samtals 147 höggum (79 68) átti afleitan fyrri hring en þeim mun betri seinni hring! Hann deilir sem stendur 9. sætinu í mótinu, sem er frábær árangur!!!  Andri Þór er á langbesta skorinu í golfliði Nicholls State, sem er í 8. sæti í liðakeppninni.

Golf 1 óskar Andra Þór góðs gengis í dag!

Til þess að sjá stöðuna eftir fyrri dag Red Wolf Fall Beach Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: