Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2012 | 16:00

Ian Poulter kominn í 15. sætið á heimslistanum

Með sigri sínum á WGC-HSBC Champions er Ian Poulter kominn í 15. sætið á heimslistanum; stekkur upp um 11 sæti á heimslistanum úr 26. sætinu, sem hann var í, í síðustu viku.

Staða efstu 6 á heimslistanum er að óbreytt: Rory er í 1. sæti; Tiger er í 2.sæti; Luke Donald er í 3. sæti; Lee Westwood er í 4. sæti; Justin Rose er í 5. sæti og Adam Scott í 6. sæti.

Breytingin kemur síðan í 7. sæti en þangað er kominn Jason Dufner úr 10. sæti eftir gott gengi í Asíu að undanförnu, en einkum vegna 2. sætisins á HSBC Champions í gær.  Webb Simpson dettur við það úr 7. sætinu í 8. sætið en Brandt Snedeker er eftir sem áður í 9. sæti heimslistans.

Louis Oosthuizen fer inn á topp 10 þ.e. 10. sætið úr 11. sætinu; en í 11. sætið er kominn hinn sigurlausi Bubba Watson, sem ekki hefir unnið einn einasta sigur síðan á the Masters. Steve Stricker stendur þessa vikuna í stað í 12. sæti.

Til þess að sjá heimslistann í heild SMELLIÐ HÉR: