Evróputúrinn: 73 komust á lokaúrtökumótið í Girona
Nú liggur fyrir hverjir þeir 73 eru sem spila um kortin sín á Evrópumótaröð karla á PGA Catalunya golfvellinum í Girona, 24.-29. nóvember n.k. Því miður er Birgir Leifur „okkar“ Hafþórsson, ekki þar á meðal en hann er einn af þeim 303, sem spiluðu á 2. stigi úrtökumótsins. Annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina fór fram á 4 mismunandi stöðum um allan Spán, en Birgir Leifur spilaði á El Valle í Murcia, en þar sigraði Ítalinn Nicolo Ravanna. Aðrir sigurvegarar á 2. stigi voru þeir Liam Bond frá Wales, sem vann á Lumine golfvellinum, Skotinn Jamie McLeary, sem sigraði á El Saler og Hollendingurinn Tim Sluiter, sem sigraði á Las Colinas í Campoamor Lesa meira
LPGA: Inbee Park efst fyrir lokahring Lorena Ochoa Invitational
Það er Inbee Park, frá Suður-Kóreu, sem leiðir fyrir lokahring Lorena Ochoa Invitational í Guadalajara, Mexíkó. Park er samtals búin að spila á 15 undir pari, 201 högg (67 68 66). Inbee Park er búin að eiga frábært keppnistímabil. Hún er aðeins 58 punktum á eftir Stacy Lewis í að verða leikmaður ársins á LPGA (og nú eru bara 5 mót eftir á dagskrá LPGA það sem eftir er ársins). Tvo titla er hún svo til búin að tryggja sér hvort sem hún vinnur í Mexíkó eða ekki – hún er með lægsta meðaltalsskorið, sem hún hlýtur Vare Trophy fyrir og er efst á peningalista LPGA. Í 2. sæti er Lesa meira
Tiger Woods verðmætasti íþróttamaðurinn skv. Forbes …. og Nike verðmætasti íþróttavöruframleiðandinn
Á lista, sem birtist nú nýverið yfir vermætustu vörumerkin í íþróttum lýsti Forbes því að Tiger væri vermætasta vörumerkið hvað varðaði íþróttamenn og Nike verðmætasta vörumerkið þegar kæmi að íþróttavöruframleiðendum. Verðmæti íþróttamanna var þannig reiknað út að verðlaunafé viðkomandi íþróttamanns var dregið frá þeirri fjárhæð sem viðkomandi fékk í styrki og auglýsingasamninga og þannig fékkst að verðmæti Tiger væri $38 milljónir. Hann var annar af tveimur kylfingum sem voru meðal 10 efstu íþróttamanna heims, en hinn var Phil Mickelson, sem var jafn öðrum í 3. sæti og $26 milljóna virði. Tennisleikarinn Roger Federer var í 2. sæti á eftir Tiger, $29 milljóna virði, meðan Mickelson deildi 3. sætinu eins og áður Lesa meira
Paul Lawrie heiðraður fyrir frábært keppnistímabil 2012 í Aberdeen
Framkvæmdastjóri Ryder Cup í Evrópu, Richard Hills var á meðal 400 gesta í boði Deeside golfklúbbsins í Aberdeen, Skotlandi til heiðurs Paul Lawrie, miðvikudagskvöldið 7. nóvember nú í s.l. viku. Boðið fór fram í Marcliffe hótelinu í Aberdeen, til heiðurs sigurvegara Opna breska 1999, Paul Lawrie, sem sigrað hefir tvívegis á þessu ári á Evrópumótaröðinni þ.e. í Commercialbank Qatar Masters styrktu af Dolphin Energy og í Johnnie Walker Championship í Gleneagles, Skotlandi. Þessir tveir sigrar urðu m.a. til þess að hinn 43 ára Lawrie hlaut sæti í Ryder Cup liði Evrópu sem sigraði svo eftirminnilega á sunnudeginum í Medinah í tvímenningsleikjunum. Paul Lawrie vann Brandt Snedeker 5&3. Framkvæmdastjóri Deeside golfklúbbsins, sem Lawrie Lesa meira
PGA: Beljan í forystu fyrir lokahringinn í Flórída
Charlie Beljan sem fluttur var með hraði á sjúkrahús í gær eftir að hafa kvalist heilan hring á draumaskori hins vegar, fékk að dvelja um nótt í sjúkrahúsinu, en lék 3. hringinn á Children´s Miracle Network Hospitals Classic mótinu, sem fer fram á Lake Buena Vista í Flórída, nú í kvöld. Talið er að um kvíðakast Beljan hafi verið að ræða og ekki alvarlegt þannig að hann fékk að spila 3. hring. Beljan kom í hús á 71 höggi og heldur 2 högga forystu á þá Brian Gay, Josh Teater og Charlie Wie. Samtals er Charlie Beljan búinn að spila á 13 undir pari (68 64 71). Hér má Lesa meira
Golfgrín á laugardegi
Nr. 1 Hjónin spila golf. Milli holu 5 og 6 spyr hún: „Þegar ég dey, myndirðu vera sorgmæddur?“ „Auðvitað ástin mín!“ Milli holu 6 og 7 spyr hún aftur: „Og myndir þú kvænast aftur?“ „Já ef sú rétta kæmi, kannski!“ Milli holu 7 og 8 spyr hún: „Myndirðu láta hana spila með golfkylfunum mínum?“ Hann: „Nei, hún er örvhent!!!“ Nr. 2 Bissnessmaðurinn pikkar upp fallega japanska stúlku á diskóteki og seinna um nóttina fara þau upp á hótelherbergið hans og eru í miðjum klíðum þegar hún hrópar „haí to!!!“ „haí to!!!“. Hann heldur að hann sé svona bara svona frábær. Næsta dag er bissnessmaðurinn okkar að spila golf með japönskum Lesa meira
Evróputúrinn: Birgir Leifur á parinu – lauk leik í 35. sæti í Murcia og komst ekki í gegnum niðurskurð
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lauk leik í dag á var á sléttu pari, 71 höggi á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina 2013, í dag. Samtals lék Birgir Leifur á 1 yfir pari, 285 höggum (70 73 71 71). Hann fór úr 32. sætinu sem hann var í, í gær, í 35. sætið. Því miður komst hann þar með ekki á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina, en aðeins 20 efstu og þeir sem jafnir voru í 20. sætinu komust á lokaúrtökumótið. Til þess að komast á lokaúrtökumótið hefði Birgir Leifur þurft að vera á 3 undir pari og því munaði 4 höggum að þessu sinni. Til þess að sjá úrslitin á 2. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Andri Þór Björnsson – 10. nóvember 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Andri Þór Björnsson. Andri Þór er fæddur í Reykjavík 10. nóvember 1991 og er því 21 árs í dag. Hann er afrekskylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) og golfleiðbeinandi þar. Andri Þór stundar nám og spilar með golfliði Nicholls State háskólanum í Thibodeaux í Louisiana. Hann er búinn að standa sig vel í haust með Geaux Colonels, þ.e. golfliði skólans og hefir oftar en ekki verið á besta skorinu í liðinu. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Andra Þór með því að SMELLA HÉR: Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Andri Þór Björnsson (21 árs – Innilega Lesa meira
GHR: Óskar Pálsson endurkjörinn formaður
Aðalfundur GHR var haldinn fimmtudaginn 8.nóvember s.l. Það voru 19 manns, sem mættu á fundinn. Fundarstjóri var Þorsteinn Ragnarsson. Óskar Pálsson var endurkjörinn formaður og stjórn óbreytt. Breytingar urðu í nokkrum nefndum; í kappleikjanefnd var ákveðið að bæta einum við og inn kom Svavar Hauksson, í unglinganefnd gaf Andri Freyr Björnsson ekki kost á sér, í aganefnd gaf Gunnar Bragason ekki kost á sér í hans stað kom Matthías Þorsteinsson og skoðunarmaðurinn Guðmundur Benediktsson gaf ekki kost á sér í hans stað kom Sveinn Sigurðsson. Aðrar nefndir eru óbreyttar. Formaður las skýrslu stjórnar og fór yfir það helsta sem gerst hafði á árinu, til að mynda vel heppnað Íslandsmót þar Lesa meira
Evróputúrinn: John Daly dró sig úr mótinu í Singapore
Tvöfaldi risamótssigurvegarinn John Daly dró sig úr mótinu í Singapore Open; var orðinn þreyttur á eilífum frestunum þess, þ.e. vegna þrumuveðurs og eldinga. Talsmaður Evrópumótaraðarinnar sagði að Daly hefði dregið sig úr mótinu snemma á laugardaginn og væri farinn frá Singapore til Hong Kong þar sem hann ætlaði að undirbúa sig fyrir næsta mót: Hong Kong Open. Daly var fyrir neðan niðurskurðarlínu, sem miðuð var við 11 yfir pari og hafði aðeins lokið 11 holum af 2. hring á föstudaginn þegar hring var frestað. Daly spilaði í boði styrktaraðila, Barclay bankans í Singapore. Daly sagði fyrr í vikunni að hann vonaðist til þess að fá að spila á báðum mótaröðum PGA Tour Lesa meira










