Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2012 | 15:00

GHR: Óskar Pálsson endurkjörinn formaður

Aðalfundur GHR var haldinn fimmtudaginn 8.nóvember s.l. Það voru 19 manns, sem mættu á fundinn.

Fundarstjóri var Þorsteinn Ragnarsson.

Óskar Pálsson var endurkjörinn formaður og stjórn óbreytt.

Breytingar urðu í nokkrum nefndum; í kappleikjanefnd var ákveðið að bæta einum við og inn kom Svavar Hauksson, í unglinganefnd gaf Andri Freyr Björnsson ekki kost á sér, í aganefnd gaf Gunnar Bragason ekki kost á sér í hans stað kom Matthías Þorsteinsson og skoðunarmaðurinn Guðmundur Benediktsson gaf ekki kost á sér í hans stað kom Sveinn Sigurðsson. Aðrar nefndir eru óbreyttar.

Formaður las skýrslu stjórnar og fór yfir það helsta sem gerst hafði á árinu, til að mynda vel heppnað Íslandsmót þar sem félagar og starfsmenn unnu frábært starf, þakkaði starfsfólki, stjórn og nefndarmönnum fyrir vel unnin störf á árinu og bauð nýja menn velkomna til starfa.

Eins og undanfarin ár voru veitt framfaraverðlaun, það var Erlingur Snær Loftsson sem hlaut þau að þessu sinni.

Stjórnina skipa

Formaður: Óskar Pálsson
Varaformaður: Ólafur Stolzenwald
Gjaldkeri: Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir
Ritari: Bjarni Jóhannsson
Meðstjórnandi: Árni Þorgilsson
1. varamaður: Guðný Rósa Tómasdóttir
2. varamaður: Loftur Þór Pétursson

Heimild: GHR