Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2012 | 18:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur á parinu – lauk leik í 35. sæti í Murcia og komst ekki í gegnum niðurskurð

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lauk leik í dag á var á sléttu pari, 71 höggi  á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina 2013, í dag.

Samtals lék Birgir Leifur  á 1 yfir pari, 285 höggum (70 73 71 71).  Hann fór úr 32. sætinu sem hann var í, í gær, í 35. sætið.

Því miður komst hann þar með ekki á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina, en aðeins 20 efstu og þeir sem jafnir voru í 20. sætinu komust á lokaúrtökumótið.

Til þess að komast á lokaúrtökumótið hefði Birgir Leifur þurft að vera á 3 undir pari og því munaði 4 höggum að þessu sinni.

Til þess að sjá úrslitin á 2. stigi úrtökumótsins í El Valle í Murcia  SMELLIÐ HÉR: