Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2012 | 22:22

PGA: Beljan í forystu fyrir lokahringinn í Flórída

Charlie Beljan sem fluttur var með hraði á sjúkrahús í gær eftir að hafa kvalist heilan hring á draumaskori hins vegar, fékk að dvelja um nótt í sjúkrahúsinu, en lék 3. hringinn á Children´s Miracle Network Hospitals Classic mótinu, sem fer fram á Lake Buena Vista í Flórída, nú í kvöld.

Talið er að um kvíðakast Beljan hafi verið að ræða og ekki alvarlegt þannig að hann fékk að spila 3. hring.

Beljan kom í hús á 71 höggi og heldur 2 högga forystu á þá Brian Gay, Josh Teater og Charlie Wie.  

Samtals er Charlie Beljan búinn að spila á 13 undir pari (68 64 71).  Hér má sjá flottan fugl, sem Beljan fékk á 7. flöt í dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Children´s Miracle Network Hospitals Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: