Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jason Day – 12. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Jason Day. Hann er fæddur 12. nóvember 1987 og er því 25 ára í dag!!! Jason fæddist í Beaudesert í Ástralíu, en pabbi hans er ástralskur en mamma frá Filippseyjum. Hann gerðist atvinnumaður 2006 og hefir sigrað tvívegis  á ferli sínum sem atvinnumaður á HP Byron Nelson mótinu 23. maí 2010 og á Nationwide Tour: Legend Financial Group Classic 8. júlí 2007.  Eftirtektarverðast er þó góð frammistaða hans á risamótum golfsins þar hefir hann landað 2. sætinu tvívegis þ.e. á Masters 2011 (T-2) og á Opna bandaríska 2011. Sem stendur er Jason Day nr. 7 á lista yfir bestu kylfinga heims. Jason er kvæntur Ellie Harvey, frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2012 | 10:15

LPGA: Stacy Lewis er kylfingur ársins – bandarískir kylfingar hafa unnið flest mót á LPGA 2012

Bandaríski kylfingurinn Stacy Lewis hlýtur Rolex Player of the Year Award þ.e. verðlaun fyrir að vera kylfingur ársins. Stacy er fyrsti bandaríski kylfingurinn til þess að vinna til verðlaunanna frá því að Beth Daniel vann þau fyrir 18 árum, þ.e. 1994. Eftir sigurinn á Mizuno Classic í síðustu viku fylgdi Stacy glæsileikunum eftir með 4. sæti á Lorena Ochoa Invitational. Hún fer í næsta mót með 53 punkta forystu umfram Inbee Park, sem er í 2. sæti. Fyrir 1. sæti í móti fást 30 punktar. Sigur Cristie Kerr í gær var 8. sigur bandarísks kylfings á LPGA á árinu og leiða Bandaríkin sem stendur hvað snertir flesta sigra á árinu, sbr.: 1- Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2012 | 09:15

Rory nr. 1 á peningalistum PGA Tour og Evrópumótaraðarinnar

Rory McIlroy frá Norður-Írlandi tryggði sér í gær 1. sætið á peningalistum beggja vegna Atlantsála þ.e. á PGA Tour og Evrópumótaröðinni, eftir að hafa náð 3. sætinu á Sentosa golfstaðnum í Singapore á Barclays Singapore Open mótinu. Þetta þótti óheyrt afrek aðeins fyrir ári síðan þegar Luke Donald afrekaði það fyrstur kylfingar, þá nr. 1 á heimslistanum, líkt og Rory er núna. McIlroy var á leið á Changi flugvöllinn þegar hann heyrði að hann væri sá yngsti til að leiða peningalistann í Evrópu í 32 ár eða allt frá því að Sandy Lyle var yngstur 1980 og  Seve Ballesteros á undan honum 1976. „Það er virkilega geysilega ánægjulegt að verða loks Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2012 | 08:00

Evróputúrinn: Matteo Manassero yngstur til að vinna 3 titla – nokkrar staðreyndir

Ítalski táningurinn Matteo Manassero varð í gær sá yngsti til að hafa sigrað í 3 mótum á Evrópumótaröðinni, eftir að hann sigraði glæsilega á Barclays Singapore Open á Sentosa golfstaðnum í Singapore.   Golf 1 hefir nýlega verið með kynningu á Matteo Manassero, sem sjá má með því að smella hér:   Manassero 1    Manassero 2  Manassero 3  Manassero 4   Manassero 5 Hér eru nokkrar staðreyndir um Matteo Manassero: • Þetta er þriðji sigur hans á Evrópumótaröðinni eftir 70 mót, sem hann hefir spilað í á Evrópumótaröðinni. • Með sigrinum fer hann í 13. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar með verðlaunafé upp á  €1,493,688. Með þessu fer hann yfir €1 milljón markið á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2012 | 01:45

LPGA: Cristie Kerr sigraði á Lorena Ochoa Invitational

Það var bandaríski kylfingurinn Cristie Kerr sem stóð uppi sem sigurvegari í Lorena Ochoa Invitational í Guadalajara í Mexíkó. Cristie lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (67 69 67 69) og hlaut að launum $ 200.000,- (u.þ.b. 24 milljónir íslenskra króna). Sigurinn var naumur en hún átti aðeins 1 högg á þær sem næstar komu: Inbee Park frá Suður-Kóreu og Angelu Stanford frá Bandríkjunum. Fjórða sætinu deildu nr. 2 á Rolex-heimslista kvenna Stacy Lewis og Candie Kung frá Tapei á samtals 12 undir pari, hvor  Í sjötta sæti voru  síðan tvær frá Suður-Kóreu: Haeji Kang og So Yeon Ryu, á 11 undir pari, hvor. Til þess að sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2012 | 01:00

PGA: Charlie Beljan vann fyrsta sigur sinn á PGA Tour á Children´s Miracle Network Hospitals Classic

Charlie Beljan sigraði í fyrsta sinn á PGA Tour nú fyrr í kvöld þegar hann sigraði á Children´s Miracle Network Hospitals Classic.  Hann var s.s. margoft hefir verið fjallað um í 139. sæti peningalista mótaraðarinnar en með sigrinum fer hann í 63. sæti listans og er öruggur með kortið sitt á PGA Tour næsta keppnistímabil. Fyrir sigurinn hlýtur hann auk þess $ 846.000 (u.þ.b. 120 milljónir íslenskra króna).  Það ætti að draga úr kvíða hans en hann er nýbakaður faðir og var í kvíðakasti mestallt mótið, þannig að hann var með andnauð, aukinn hjartslátt og blóðþrýsting og doða í handleggjum.  Hann hefir lýst því yfir að hann ætli að taka á Lesa meira

Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2012 | 21:00

Viðtalið: Axel Bóasson, GK.

Axel Bóasson er einn af þeim afrekskylfingum sem spilar í bandaríska háskólagolfinu. Hann stundar nám og spilar með golfliði Mississippi State. Axel er, án þess að á nokkurn sé hallað, einn af okkar albestu kylfingum, varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2011.  Hér fer viðtalið við Axel: Fullt nafn: Axel Bóasson. Klúbbur: Golfklúbburinn Keilir. Hvar og hvenær fæddistu?  Reykjavik 3. júní 1990. Hvar ertu alinn upp? Garðabæ. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Allir spila golf nema kærastan, mamma og pabbi og systir og bróðir minn. Hvenær byrjaðir þú í golfi? 8 ára. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?  Allir í fjölskyldunni spiluðu og mig langaði að prufa þetta. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2012 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Ringsted – 11. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Ringsted. Gunnar er fæddur 11. nóvember 1952 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Gunnar býr í Borgarnesi og er kvæntur Jenný Lind Egilsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið: Gunnar Ringsted (60 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Fuzzy Zoeller, 11. nóvember 1951 (61 árs);  Róbert Garrigus, 11. nóvember 1977 (35 ára) ….. og …… Ólöf Baldursdóttir (45 ára) Þórhallur Gunnarsson Dagur Freyr Bjarnason Arnar Unnarsson (45 ára) Nfih Nemendur (84 ára) Örvar Gunnarsson (20 ára) Margrét Gauja Magnúsdóttir (36 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2012 | 11:00

PGA: Hápunktar og högg 3. dags á Children´s Miracle Network Hospitals Classic

„Ég veit ekki hvernig ég er kominn þangað sem ég er í augnablikinu (þ.e.a.s. í 1. sætið á Children´s Miracle Network Hospitals Classic mótinu)“ sagði Charlie Beljan, degi eftir að þjást af andnauð, auknum hjartslætti, háum blóðþrýstingi og doða í handleggjum. Ég held að mesta hagræðið fyrir mig hafi verið að ég var ekki að hugsa um golf eða púttin eða vippin eða höggin eða sveilfuna.“ „Ég var bara að hugsa um heilsuna, eitt högg í einu, eina holu í einu. Þessar 36 holur voru bara fínar.“ „Ég myndi líklega segja að 99,9% líkur hefðu verið á því að ég myndi ekki spila á laugardeginum,“ sagði Beljan. „En ég kom Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2012 | 10:15

Evróputúrinn: Matteo Manassero sigraði með erni eftir 3 holu bráðabana við Oosthuizen!!!

Það var æsilegur endir á Barclays Singapore Open.  Ítalska táningnum Matteo Manassero tókst að knýja fram umspil við Louis Oosthuizen á 72. og síðustu holu venjulegs hringjafjölda í 4 hringja móti,  þar sem hann fékk frábæran fugl, eins og hann hafði reyndar fengið tvo dagana þar áður.  En það var svolítið annað að gera þetta undir pressu. Eftir 4 spilaða hringi voru Oosthuizen og Manassero jafnir á 13 undir pari, 271 höggi; Manassero (70 68 64 69) og Oosthuizen (70 69 65 67). Oosthuizen og Manassero fóru því í bráðabana. Á fyrstu holu umspils, sem var sú 18. fengu báðir par – en báðir voru þar áður búnir að fá fugl á Lesa meira