Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2012 | 08:00

Tiger Woods verðmætasti íþróttamaðurinn skv. Forbes …. og Nike verðmætasti íþróttavöruframleiðandinn

Á lista, sem birtist nú nýverið yfir vermætustu vörumerkin í íþróttum lýsti Forbes því að Tiger væri vermætasta vörumerkið hvað varðaði íþróttamenn og Nike verðmætasta vörumerkið þegar kæmi að íþróttavöruframleiðendum.

Verðmæti íþróttamanna var þannig reiknað út að verðlaunafé viðkomandi íþróttamanns var dregið frá þeirri fjárhæð sem viðkomandi fékk í styrki og auglýsingasamninga og þannig fékkst að verðmæti Tiger væri  $38 milljónir. Hann var annar af tveimur kylfingum sem voru meðal 10 efstu íþróttamanna heims, en hinn var Phil Mickelson, sem var jafn öðrum í 3. sæti  og  $26 milljóna virði. Tennisleikarinn Roger Federer var í 2. sæti á eftir Tiger,  $29 milljóna virði, meðan Mickelson deildi 3. sætinu eins og áður sagði ásamt NBA súperstjörnunni LeBron James (sem ekki spilar golf) og fótboltakappanum  David Beckham.

Nike var metið á $15.9 billjóna. Það var langverðmætasta íþróttavörumerkið. Í 2. sæti var ESPN sem metið var á $11.5 billjóna og Adidas í þriðja sæti, metið á $6.8 billjóna.  Verðmæti Nike á eftir að fara upp náist samningur, sem mikið hefir verið í fréttum við Rory McIlroy.

Á listanum kemur líka fram að verðmætasti íþróttaviðburðurinn sé Super Bowl (metinn á $470 milljóna) meðan the New York Yankees er verðmætasta íþróttaliðið (metið á $363 milljóna).

Heimild: Golf Channel