
Evróputúrinn: John Daly dró sig úr mótinu í Singapore
Tvöfaldi risamótssigurvegarinn John Daly dró sig úr mótinu í Singapore Open; var orðinn þreyttur á eilífum frestunum þess, þ.e. vegna þrumuveðurs og eldinga.
Talsmaður Evrópumótaraðarinnar sagði að Daly hefði dregið sig úr mótinu snemma á laugardaginn og væri farinn frá Singapore til Hong Kong þar sem hann ætlaði að undirbúa sig fyrir næsta mót: Hong Kong Open.
Daly var fyrir neðan niðurskurðarlínu, sem miðuð var við 11 yfir pari og hafði aðeins lokið 11 holum af 2. hring á föstudaginn þegar hring var frestað.
Daly spilaði í boði styrktaraðila, Barclay bankans í Singapore.
Daly sagði fyrr í vikunni að hann vonaðist til þess að fá að spila á báðum mótaröðum PGA Tour og Evrópumótaröðinni en hann er sem stendur í 143. sæti á peningalista PGA Tour og verður að halda sér á meðal 150 efstu til þess að hljóta takmarkaðan spilarétt á næsta ári.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024