John Daly er litskrúðugur kylfingur.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2012 | 10:15

Evróputúrinn: John Daly dró sig úr mótinu í Singapore

Tvöfaldi risamótssigurvegarinn John Daly dró sig úr mótinu í Singapore Open; var orðinn þreyttur á eilífum frestunum þess, þ.e. vegna  þrumuveðurs og eldinga.

Talsmaður Evrópumótaraðarinnar sagði að Daly hefði dregið sig úr mótinu snemma á laugardaginn og væri farinn frá Singapore til Hong Kong þar sem hann ætlaði að undirbúa sig fyrir næsta mót: Hong Kong Open.

Daly var fyrir neðan niðurskurðarlínu, sem miðuð var við 11 yfir pari og hafði aðeins lokið 11 holum af 2. hring á föstudaginn þegar hring var frestað.

Daly spilaði í boði styrktaraðila, Barclay bankans í Singapore.

Daly sagði fyrr í vikunni að hann vonaðist til þess að fá að spila á báðum mótaröðum PGA Tour og Evrópumótaröðinni en hann er sem stendur í 143. sæti á peningalista PGA Tour og verður að halda sér á meðal 150 efstu til þess að hljóta takmarkaðan spilarétt á næsta ári.