Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2012 | 09:00

Paige MacKenzie reynir fyrir sér sem golffréttaskýrandi á Golf Central

LPGA-kylfingurinn Paige MacKenzie mun verða við CME Group Titleholders í Orlando, Flórída …. en ekki til þess að keppa í þetta sinn …. heldur verður hún í hlutverki golffréttaskýranda fyrir Golf Central.

CME Group Titleholders er síðasta mótið á dagskrá LPGA á þessu ári og hefst í dag, 15. nóvember og stendur til 18. nóvember.

Paige kom fram í þætti Golf Channel til þess að ræða ýmislegt sem hefir verið á dagskrá LPGA undanfarið ár.

M.a. ræðir hún um Stacy Lewis, sem nýlega var valin kylfingur ársins á LPGA og þýðingu hennar fyrir bandaríska golfáhangendur.

Sjá má myndskeið af Paige Mackenzie í Golf Channel með því að SMELLA HÉR: