Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2012 | 07:00

Sólskinstúrinn: Merick Bremner leiðir á SA Open eftir 1. dag

South Africa Open er samstarfsverkefni Sólskinstúrsins suður-afríska og Evrópumótaraðarinnar. SA Open hófst í gær á Serengeti Golf & Wildlife Estate í Ekurhuleni í Suður-Afríku.  Mótið er 2. elsta golfmótið í heimi (hófst 1893) aðeins Opna breska er eldra (hófst 1860).

Eftir 1. dag leiðir heimamaðurinn Merick Bremner. Hann kom í hús á 8 undir pari, 64 höggum.

Henrik Stenson frá Svíþjóð og Matthew Carvell frá Suður-Afríku deila 2. sætinu á 6 undir pari, 66 höggum. Gaman að sjá Stenson aftur meðal efstu manna en gengi hans hefir ekki verið svo beisið undanfarið.

Meðal keppenda í mótinu eru risamótssigurvegararnir Martin Kaymer sem skilaði sér inn á 2 undir pari, 70 höggum og „heimamaðurinn“ Charl Schwartzel sem spilaði á 4 undir pari, 68 höggum.

Spútnikinn 2012, Branden Grace spilar líka í mótinu en fór hægt af stað var „aðeins“ á sléttu pari, 72 höggum.  Leikur er hafinn á 2. hring og verður Golf 1 með stöðufrétt síðar í dag.

Til þess að fylgjast með stöðunni á SA Open SMELLIÐ HÉR: