Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2012 | 08:00

LPGA: Pettersen, Ryu og Yoo leiða eftir 1. dag CME Group Titleholders

Það eru þrjár sem leiða eftir 1. dag CME Group Titleholders mótinu, sem hófst á arnarvellinum í Twin Eagles Golf Club í Naples, Flórída. Titleholders er lokamót LPGA á keppnistímabilinu 2012.

Þær sem leiða eru norska frænka okkar Suzann Pettersen og  So Yeon Ryu og Sun Young Yoo frá Suður-Kóreu. Þær spiluðu allar á 6 undir pari, 66 höggum.

Aðeins 1 höggi á eftir eru 4: NY Choi, frá Suður-Kóreu; Cristie Kerr frá Bandaríkjunum, Karine Icher frá Frakklandi og Lindsey Wright frá Ástralíu.

Tveimur höggum á eftir forystukonunum er síðan hópur 4 annarra kvenkylfinga: Brittany Lincicome og Lizette Salas frá Bandaríkjunum; Julietta Granada frá Paraguay og Jiyai Shin frá Suður-Kóreu.

Af ofangreindu sést að munur milli 11 efstu kvenna er aðeins 2 högg og stefnir því í æsispennandi lokamót á LPGA um helgina!

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag CME Group Titleholder Group SMELLIÐ HÉR: