Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2012 | 19:45

Birgir Leifur spilaði á 70 höggum á 3. hring PGA úrtökumótsins

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnumaður í GKG, spilaði í dag 3. hring á 2. stigi úrtökumóts fyrir PGA Tour 2013.

Keppt er á Plantation Preserve Golf Course & Club, í Plantation, í Broward sýslu, í Suður-Flórída. Sjá má heimasíðu golfstaðarins með því að SMELLA HÉR: 

Birgir Leifur lék á 1 undir pari, 70 höggum í dag, fékk 4 fugla, 12 pör og 1 skolla og 1 skramba. Samtals er Birgir Leifur búinn að spila á sléttu pari, 213  höggum  (70 73 70) og er sem stendur í 61. sæti, en nokkrir eiga eftir að koma í hús og getur sætisröðun hans raskast.

Meðal þeirra sem eftir á að koma inn er sá sem er í efsta sætinu en þeir þrír sem deila 2. sætinu eru búnir að spila á samtals 11 undir pari, hver.  Þeir sem eru við niðurskurðarlínuna eru á 8 undir pari.  Birgir Leifur verður að eiga gríðarlega góðan hring á morgun til þess að komast áfram og reyndar allt að falla með honum. En golf er golf og aldrei að vita hvað gerist.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á 2. stigi PGA Tour úrtökumótsins SMELLIÐ HÉR: