
Evróputúrinn: Fremur óþekktur Spánverji Javier Colomo í forystu á UBS Hong Kong Open eftir 1. dag
Það er fremur óþekktur spænskur kylfingur Javier Colomo sem leiðir eftir 1. dag á UBS Hong Kong Open. Hann var á 6 undir pari, 64 höggum, fékk 6 fugla og 12 pör, þ.e. skilaði inn hreinu skorkorti og skaust þar með með 1 höggi yfir þann sem leiddi mest allan morguninn, Miguel Ángel Jiménez.
Jiménez er ekki einn í 2. sæti heldur náði Ástralinn Andrew Dodt einnig að skjóta sér í 2. sætið, en báðir eru þeir á 5 undir pari.
Í 4. sæti eru 5 kylfingar sem allir eru búnir að spila á 4 undir pari, 66 höggum: Kínverjinn Lian-wei Zhang; Spánverjinn José Maria Olázabal; Svíinn Fredrik Anderson Hed; YE Yang frá Suður-Kóreu og Lorenzo Gagli frá Ítalíu.
Rory McIlroy, sem á titil að verja virðist vera að taka það rólega er á 3 yfir pari, 73 höggum og er í 93. sæti – það er eins og hann sé ekkert að berjast vonist bara til að sleppa við að komast í gegnum niðurskurð og komast þar með fyrr til kærestu sinnar Caroline Wozniacki; enda nú þegar búinn að tryggja sér 1. sætið á peningalistum Evrópumótaraðarinnar og PGA Tour.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á UBS Hong Kong Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024