
Evróputúrinn: Fremur óþekktur Spánverji Javier Colomo í forystu á UBS Hong Kong Open eftir 1. dag
Það er fremur óþekktur spænskur kylfingur Javier Colomo sem leiðir eftir 1. dag á UBS Hong Kong Open. Hann var á 6 undir pari, 64 höggum, fékk 6 fugla og 12 pör, þ.e. skilaði inn hreinu skorkorti og skaust þar með með 1 höggi yfir þann sem leiddi mest allan morguninn, Miguel Ángel Jiménez.
Jiménez er ekki einn í 2. sæti heldur náði Ástralinn Andrew Dodt einnig að skjóta sér í 2. sætið, en báðir eru þeir á 5 undir pari.
Í 4. sæti eru 5 kylfingar sem allir eru búnir að spila á 4 undir pari, 66 höggum: Kínverjinn Lian-wei Zhang; Spánverjinn José Maria Olázabal; Svíinn Fredrik Anderson Hed; YE Yang frá Suður-Kóreu og Lorenzo Gagli frá Ítalíu.
Rory McIlroy, sem á titil að verja virðist vera að taka það rólega er á 3 yfir pari, 73 höggum og er í 93. sæti – það er eins og hann sé ekkert að berjast vonist bara til að sleppa við að komast í gegnum niðurskurð og komast þar með fyrr til kærestu sinnar Caroline Wozniacki; enda nú þegar búinn að tryggja sér 1. sætið á peningalistum Evrópumótaraðarinnar og PGA Tour.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á UBS Hong Kong Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða