Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2012 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Joyce Wethered – 17. nóvember 2012

Joyce Wethered, Lady Heathcoat-Amory  fæddist 17. nóvember 1901 í Surrey á Englandi og dó í London 1 degi eftir 96 afmælisdag sinn, 1997 í London.  Hún er álitin einn besti kvenkylfingur sem Englendingar hafa átt. Í dag hefði Joyce átt 111 ára afmæli.

Joyce Wethered

Joyce og bróðir hennar Roger, en Roger var T-1 á Opna breska 1921 (hann tapaði síðan í bráðabana), lærðu að spila golf sem smábörn. Joyce vann Britsh Ladies Amateur Golf Championship 4 sinnum (1922, 1924, 1925, and 1929) og var enskur meisari kvenna 5 ár í röð (1920–24).

Systkinin Roger og Joyce Wethered lærðu að spila golf sem krakkar.

Joyce giftist Sir John Heathcoat-Amory árið 1924 og varð þar eftir titluð Lady Heathcoat-Amorey. Leikur hennar og golfsveifla voru dáð af Bobby Jones, sem var besti kylfingur síns tíma.  Bobby spilaði marga sýningarhringi með Joyce og mat golfleik hennar mikils. Joyce dró sig úr hlé úr keppnisgolfi 1930.

Bobby Jones og Joyce Wethered, 1935 í Atlanta.

Joyce hélt þó áfram að spila golf og var félagi í Worplesdon Golf Club í Surrey. Joyce Wethered fékk inngöngu í frægðarhöll kylfingar 1975.  Sjá má sýningu með persónulegum munum hennar í Knitghtshayes Court í Devon, þar sem hún bjó.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Marco Dawson, 17. nóvember 1963  (49 ára) – spilar á PGA – komst í g. Q-school 2011

….. og …….


Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is