Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2012 | 12:30

Ian Poulter í efsta sæti fyrir lokahring Talisker Open í Ástralíu – Adam Scott í 2. sæti

Það er Ryder Cup hetja evrópska liðsins 2012, Ian Poulter sem leiðir á Kingston Heath golfvellinum í Melbourne, Ástralíu, á Talisker Australian Open, fyrir lokahring mótsins.

Poulter lék á 64 glæsihöggum í dag, fékk  9 fugla, 8 pör og 1 skolla. Samtals er hann búinn að spila á 13 undir pari, 203 höggum (67 72 64).

Í 2. sæti á hæla Poulter, aðeins 1 höggi á eftir er ástralski kylfingurinn Adam Scott, á samtals 12 undir pari, 204 höggum (67 70 67).

Forystumaður fyrstu 2 daganna, Ástralinn Matthew Guyatt er dottinn niður í 3. sætið er á samtals 7 undir pari, 209 höggum (65 69 75) og er því alls 6 höggum á eftir Poults.

Graeme McDowell, sigurvegari Opna bandaríska risamótsins 2010 bætti sig um 10 högg milli daga var á 67 glæsihöggum í dag og er heildarskor hans eftir 3 hringi 215 högg  (71 77 67), er semsagt 12 höggum á eftir Poulter og T-13.

Það stefnir í baráttu milli Poulter og Scott á morgun!!!

Til þess að sjá stöðuna í heild á Australian Masters eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: