Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2012 | 14:45

Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 2 af 10)

Margir golfsérfræðingar segja að á 16. brautin á Cypress Point, Pebble Beach sé besta golfhola heims. Punktur. Og þar af leiðandi er hún örugglega ein besta par-3 braut heims.

Alister MacKenzie, sem hannaði völlinn 1928, fékk þetta ótrúlega umhverfi að vinna með og það gaf honum ósanngjarnt forskot umfram aðra golfvallarhönnuði.

Eftir að þessi er spiluð eigið þið svo sannarlega golfsögu, sem endist að eilífu. Til þess að sjá ágætis myndskeið af 16. holunni sem tekið var af áhugakylfingum sem spiluðu Cypress Point SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að ná frá teig að flöt  yfir Kyrrahafið þarf 231 yarda (211 metra) högg.

Þess mætti geta að Cypress Point Club á Pebble Beach í Kaliforníu var talinn #2 af Golf Magazine á 2011 lista þess yfir bestu golfvelli heims og  #5 á 2011-2012 lista Golf Digest yfir bestu golfvelli Bandaríkjanna.

Fyrstu tvær golfholurnar sem Golf 1 telur meðal bestu par-3 holna heims eru á Cypress Point enda hafa 15. og 16. og reyndar allar seinni 9 á Cypress Point verið nefndar „heilagi kaleikur“ golfsins.