Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2012 | 07:30

Luke Donald hrósar Rory fyrir peningatitlana tvo

Luke Donald finnst ekki að afrek hans um að verða sá fyrsti til að vera í 1. sæti peningalistanna beggja vegna Atlantsála, þ.e. á Evrópumótaröðinni og PGA Tour komist í hálfkvisti við það sem Rory McIlroy hefir afrekað í ár.

„Fyrir 12 mánuðum kom ég hingað (til Dubai) og var að reyna að verða á toppi peningalista Evrópumótaraðarinnar með Rory á hælunum og með miklu meiri spennu í kringum atburðinn,“ sagði Luke Donald eftir að hann kom til Dubai í gær. „En nú í ár er Rory þegar búinn að tryggja sér titilinn.“

„Það sem Rory hefir gert í ár fær það sem ég gerði í fyrra til þess að sýnast býsna hversdagslegt.“

Donald kom til Dubai í gær eftir sigur sinn á Dunlop Phoenix Open í Japan, sem jafnframt var fyrsti sigur hans í Japan. Þetta er 3. sigur Donald í ár, en hann skipti þessu jafnt vann á PGA Tour og Evrópumótaröðinni líka.

Ólíkt því þegar hann kom til Dubai 2011 á Luke Donald engan möguleika á að ná 1. sætinu á peningalista Evrópumótaraðarinnar vegna þess að Rory gulltryggði sér titilinn með 3. sæti á Singapore Open fyrr í mánuðnum.

„Þetta er áhrifamikið og Rory hefir átt áhrifamesta ár allra það er ekki nokkur spurning,“ sagði Donald. „Hann vann 2. risamót sitt og (hefir) verið svo stöðugur að hann á svo sannarlega titilana skilið.“