Butler National GC meinar konum að gerast félagsmenn eftir atkvæðagreiðslu
Þrátt fyrir framfarirnar á Augusta National í þá átt að heimila konum félagsaðild, þá er a.m.k. enn einn virðulegur golfklúbbur, sem enn heldur dyrum sínum luktum fyrir kvenkyns félagsmönnum: Butler National GC.
Skv. Chicago Tribune var haldin atkvæðagreiðsla í Butler National Golf Club – fyrsta sinnar tegundar í klúbbnum – og það samþykkt með miklum meirihluta að engum konum skyldi hleypt sem félögum í klúbbinn.
Það þurfti 75% atkvæða til þess að breyta ákvæðum í klúbbreglum um að konum yrði leyfð félagsaðild. Aðeins 40% félagsmanna vildi heimila konum aðild.
Butler National er í úthverfi Chicago og hefir lengi þótt líklegur til að verða fyrir valinu sem mótsstaður U.S. Open eða BMW Championship.
Félögum í klúbbnum hefir farið fækkandi vegna þess að enginn vill fá á sig stimpil að vera tengdur kynjamismunun og þ.a.l. hefir ráðstöfunarfé klúbbsins minkað.
„Við erum í dauðaspíral“ sagði einn félagsmanna.
Golfvöllur Butler National er nr. 54 á lista Golf Digest um 100 bestu golfvelli Bandaríkjanna þ.e. „America’s 100 Greatest Golf Courses.“ Butler National var gestgjafi Western Open á árunum 1974-1990. Eftir PGA Championship á Shoal Creek 1990, hafa bandaríska golfsambandið (ens.: U.S. Golf Association), PGA Tour og PGA of America krafist þess af mótsstöðum PGA að klúbbar séu ekki með mismunun í gangi og þ.a.l. var mótið flutt á hinn nærliggjandi Cog Hill golfvöll.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024