Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2012 | 14:30

Jamie Sadlowski skemmir golfhermi Golf Channel

Jamie Sadlowski, högglengsti kylfingur heims kom nýlega fram í þætti hjá Gary Williams þátttastjórnanda Morning Drive á Golf Channel golfsjónvarpsstöðinni bandarísku.

Tilefnið var keppni þeirra Sadlowski og Williams en þeir ætluðu að reyna með sér hvort slægi lengra í golfherminum.

Williams var búinn að vera nokkuð gífuryrtur um hæfni sína til að leggja Sadlowski í keppninni en…. keppnin tók snöggan endi.

Sleggjan Sadlowski gerði sér nefnilega lítið fyrir og drævaði svo langt að golfhermirinn gaf upp öndina og golfkúlustórt gat kom á golfhermistjaldið!!!

Svo mikill var krafturinn í högginu að boltinn endasentist í vegginn bakvið tjaldið og síðan tilbaka langt út í myndver!!!

Sjón er sögu ríkari. Hér má sjá myndskeiðið af mestu sleggju heims, Jamie Sadlowski, skemma golfhermi Golf Channel SMELLIÐ HÉR: