Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2012 | 19:00

Lee Westwood, Louis Oosthuizen, Charl Schwartzel og Darren Clarke flytja til Old Palm

Kylfingarnir hans Chubby Chandler hafa flutt sig um set á heitasta golfstaðinn þessa stundina, Old Palm.

Lee Westwood, Louis Oosthuizen, Charl Schwartzel og Darren Clarke munu allir gera Old Palm að heimavelli sínum skv. fréttatilkynningu frá golfklúbbnum og International Sports Management (ISM).

„Við erum spenntir að bjóða Lee, Louis, Charl og Darren velkomna á Old Palm,“ sagði Timothy Bright, varaforseti Clarion Partners, sem er rekstraraðili/eigandi Old Palm.

„Þessi hópur kylfinga á sín milli  3 risamótssigra, 80 sigra um allan heim og þeir gætu í raunallir  valið sér að búa hvar sem er í heiminum. Að ISM sé að velja sér Old Palm sem samastað í Norður-Ameríku er gríðarlegur heiður.“

Chandler, stofnandif ISM, sagði: „Með heimsklassa útbúnaði, klúbbi og hagstæðri staðsetningu, þá er Old Palm kjörstaðsetning fyrir höfuðstöðvar okkar í Norður-Ameríku.“

Frægasti fyrrum umbjóðandi Chandler, Rory McIlroy, býr líka á Palm Beach svæðinu og sömuleiðis Tiger Woods.

Heimild: Golf.com