
Darren Clarke veitt OBE orðan úr hendi Elísabetar Bretadrottningar
Með Alison eiginkonu sína sér við hlið og tvo syni, geislaði norður-írski kylfingurinn Darren Clarke hreinlega þegar hann státaði sig af OBE (Order of the British Empire) heiðursorðu sinni.
Darren leit bara ansi hreint lekker út í kjól og hvítu með forláta hatt þegar hann stillti sér upp á tröppum Buckingham hallar eftir að hitta drottningu.
Ungir synir hans Tyrone og Conor spariklæddir vegna tilefnisins stóðu sitt til hvorrar hliðar brosandi parsins, á fjölskyldumynd sem mun að öllum líkindum vera á besta stað á heimili þeirra.
Alison sem giftist Darren, sem er frá Dungannon, í brúðkaupi sem hljótt fór um í fyrra var elegant og smart í svörtum, hnélöngum kjól og fallegum jakka í stíl, með barðastóran hatt.
Golfstjarnan virtist yfir sig ánægð yfir að vera heiðraður og sagði gaman að deila þessari stund með fjölskyldu sinni.
Hann minntist á fyrri eiginkonu sína, Heather, sem hann missti úr brjóstakrabbameini 2006: „Hún myndi hafa verið svo stolt af mér en enn stoltari af krökkunum en mér, að sitja þarna og sjá drottninguna.“
Clarke, sem var í athöfninni ásamt popstjörnunni Gary Barlow og leikkonunni Kate Winslet, viðurkenndi að það að hitta drottninguna væri meira taugatrekkjandi en að spila í risamóti.
„Þetta er svona svipað, en að spila á Opna breska eða Ryder Cup var auðveldara en þetta,“ sagði hann.
Clarke, sem sýndi einn besta leik í sögu Ryder Cup í K Club aðeins 6 vikum eftir dauða Heather sagði að það hefði verið „mikill heiður“ að hitta drottningu.
„Hún spurði um golf og góðgerðarstarf í tengslum við það,“ sagði hann.
Sigurvegari Opna breska 2011 (Darren Clarke) setti nefnilega á stofn Darren Clarke Foundation í minningu fyrri konu sinnar eftir dauða hennar.
Hinn 44 ára Darren Clarke, sem vann fyrsta risamót sitt Opna breska einmitt á Royal St George’s í Kent í júlí 2011, setti mynd af sjálfum sér með drottningunni á Twitter.
Undir myndinni stóð: „Hennar hátign að veita mér OBE”.
Þar áður hafði hann tvítað: „Stoltur í Buckingham Palace með Alison, Tyrone og Conor á fund við drottningu til að taka við OBE orðunni minni.”
Clarke hlaut margar hamingjuóskir vegna OBE orðunnar frá fjölda þekktra íþróttamanna þ.á.m. landa sínum kylfingnum Graeme McDowell, rugby stjörnunni Danny Cipriani og fótboltamanninum Robbie Fowler.
Heimild: Belfast Telegraph
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024