Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2012 | 13:00

Evróputúrinn: Rory McIlroy, Luke Donald og Marc Warren deila efsta sætinu í Dubaí eftir 2. dag Dubai World Tour Championship

Það eru heimsins besti, Rory McIlroy Skotinn Marc Warren, sem rétt slapp inn í mótið, og Luke Donald sem deila 1. sætinu þegar Dubai World Tour Championship er hálfnað.

Allir eru þeir búnir að spila á 11 undir pari, 133 höggum; Rory og Marc báðir (66 67) en Luke Donald (65 68).

Í 4. sæti eru Branden Grace og Louis Oosthuizen, báðir frá Suður-Afríku aðeins 1 höggi á eftir.

Enn einn Suður-Afríkumaðurinn er enn öðru höggi á eftir þar sem er Charl Schwarzel en hann deilir 6. sætinu með Skotanum Richie Ramsay.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Dubai World Tour Championship SMELLIÐ HÉR: