Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2012 | 13:00

Tár trúðsins – Christina Kim þunglynd (2. grein af 8)

Það kemur örugglega mörgum á óvart að kylfingurinn hressi og káti Christina Kim hafi þessa dagana verið greind með þunglyndi.  Hér fer 2. hluti í góðri grein Stinu Sternberg hjá Golf Digest Women, sem birtast á í jólablaði Golf Digest þ.e. blaði desembermánaðar n.k:

„Persónulegt helvíti Kim byrjaði nógu sakleysislega með bakmeiðslum sem hún hlaut í nuddi fyrir mót LPGA í Malasíu, haustið 2010. Kim er þekkt fyrir hressilegan, athyglissjúkan stíl og mikla lengd af teig.  En skyndilega var Kim að berjast við að spila án þess að finna til verkjar – sem var nokkuð til að hafa áhyggjur af – hún tapaði 2 1/2 kylfulengd í fjarlægð.

„Ég hræðist breytingar,“ segir Kim. „Ég hata þær. Þegar kemur að einhverju sem er jafn rótfast í mér og metrarnir sem ég hef spilað s.l. 12½ ár, þá er þetta næstum eins og að komast að því   Úúúppps, ég er strákur. Þetta er bara nokkuð sem ekki er hægt að koma orðum að: Og það var mjög erfitt að viðurkenna það fyrir sjálfri mér.“

Í keppnishlénu vann Kim hörðum höndum að því að byggja upp sveiflu sína og kraft sem eitt sinn kom bara áreynslulaust.  „Ég byrjaði að hlaupa og æfa og það kom bara ekki aftur,“ sagði hún. „Ég var vonsvikin vegna þess að höggin voru nokkuð sem ég þurfti aldrei að vinna mikið í. Allt í einu, varði ég meiri tíma og krafti í þau en ég hafði á ævinni og var ekki að sjá neinar framfarir. Ég fór að vera pirruð við fólk. Ég hreytti úr mér hlutum við fjölskyldumeðlimi og síðan einangraði ég mig. Eini tíminn sem ég fór úr húsi var á æfingar. Þar sá ég að boltinn fór mun styttra og ég varð virkilega ergileg og skuttlaðist heim. Félagslífið var í molum. Ég vildi ekki sjá neinn vegna þess að ég var alltaf að gráta, alltaf pirruð.“

Árið 2011 sneri Kim aftur á Túrinn og sagði við sjálfa sig að byrja upp á nýtt og sætta sig við þá staðreynd að hún væri að slá boltann einni og hálfri kylfu styttra. „Í raun var ég að slá 2 1/2 kylfu styttra en ég var bara ekki tilbúin að viðurkenna það,“ segir hún nú. „Þannig að ég var enn að hugsa með mér: „Ég er svo oft í sandglompum, hvað í andsk…. er að gerast? Af hverju er ég að vippa svona oft?“

Christina, grínistinn, var á hröðu undanhaldi, líkt og stig hennar á Rolex-heimslista kvenna. Hún barðist við að ná niðurskurði og sjálfsvígshugsanir fóru að læðast að henni. „Ég var t.d. að keyra niður götu og hugsaði „Allt sem ég þarf að gera að stýra bílnum mína á gagnstæða ökubraut og ég myndi  ekki þurfa að ganga í gegnum þetta; ég þyrfti ekki að fást við þetta. En smáatriði eins og áhyggjur af þeim sem myndu vera í hinum bílnum, eða slæm samviska yfir að yfirgefa foreldra sína og skilja þá eftir með afborganir hennar af húsinu vörnuðu því. Það næsta sem hún komst nálægt því að binda endi á líf sitt var í apríl 2011, á the Ladies European Tour’s Nations Cup í Alicante, á Spáni, þar sem hún og Brittany Lincicome voru fulltrúar Bandaríkjanna. Kvöld eitt í samsæti í byggingu þar sem var frábært útsyni yfir Miðjarðarhafið þyrmdi angistinn svo yfir hana að hún hætti með kæresta sínum, Duncan French, kylfusvein á LPGA og LET túrunum í partýnu og fann sjálfa sig á 2. hæð horfandi út á hafið.

„Mér fannst eins og öll skemmtilegheitin og gleðin væru að kæfa mig,“ segir hún í dag. „Ég horfði niður og vatnið virtist bjóða mig velkomna, jafnvel þó ég kynni ekki að synda. Einveran og þögnin sem ég sóttist eftir, og gat ekki fundið neins staðar í byggingunni, vegna þess að allir voru hlæjandi og að lifa lífinu, ánægðir, fannst mér ég finna í sjónum. Hún hugsaði um það, þar sem hún stóð þarna í 15 mínútur meðan hún svaraði ekki símhringingum frá kæresta sínum og að lokum ákvað hún að hún gæti ekki gert það. Lyklarnir að boðsbíl hennar voru í veski hennar og hún vildi ekki að vinir sínir hefði ekkert far heim á hótel.“ Eins skrítið og það hljómar, þá var nokkuð jafn fíflalegt og að Brittany, mamma hennar og Duncan hefðu ekki far heim og að hún myndi ekki keyra í flotta BMW-inum, sem þau höfðu þarna þessa vikuna, það sem stoppaði hana frá því að fremja sjálfsmorð.