
Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 9 af 10)
Þá er komið að bestu par-3 holum í Ástralíu og þar er ein sem er í 1. sæti en það er 15. brautin á Kingston Heath golfvellinum, sem hönnuð er af Alister McKenzie. Sú hola var jafnframt valin besta par-3 golfhola af fjölmörgum góðum í Ástralíu af Daríus Oliver á vefsíðunni ausgolf.com og verður hér farið að sérfræðiáliti Oliver í þeim par-3 holum, sem getið verður hér.
Brautin er 142 metra löng af öftustu, sem virðist ekkert sérlega langt. En á veginum að flöt þarf að varast heila breiðu af sandglompum sem eru e.t.v. einhverjar algengust hindranir í kringum par-3 holur og á Kingston Heath kom McKenzie sérstaklega til Ástralíu árið 1925 til þess að hanna glompurnar en efniviðurinn var reyndar nægur til staðar, því völlurinn er á sandbeltinu fræga í Melbourne, Victoríu.
Kingston Heath hefir löngum verið talinn næstbesti golfvöllur Ástralíu og er nr. 21 af golfvöllum í heiminum. Opna ástralska hefir fjölmörgum sinnum verið haldið á vellinum, Players Championship a.m.k. tvísvar, sem og önnur fræg mót.
Tiger Woods á að hafa sagt um golfvöllinn:
“You have so many different options on the course; off the tees, options near the greens. Golfers rave about Kingston Heath and I can understand why.”
En Ástralía á svo margar aðrar flottar par-3 golfholur og hér verður loks getið tveggja:
2. Þar er fyrst að geta par-3 5. brautarinnar á Royal Melbourne West, sem talinn er besti golfvöllur Ástralíu og líka á sandbeltinu fræga. Brautin þykir með þeim betri ef ekki best sunnan miðbaugs (þ.e. af þeim sem ekki eru sammála valinu á 15. braut Kingston Heath).
Par-3 5. brautin á Royal Melbourne West er 161 metri af öftustu teigum. Þetta er ein af þekktari „one shot holes“ þ.e. til að skora verður upphafshöggið á flöt helst að takast – en flötin er líkt og gler og 4-pútt ekki óalgeng – jafnvel fyrir allra bestu kylfinga heims getur skorið verið allt frá 1-6.
Þetta er eina golfholan á Royal Mebourne West sem hönnuð er af Mike Morcome undir handleiðslu Alister McKenzie og hún þykir líkjast Eden golfholunni á St. Andrews.
3. Loks er vert að geta par-3 11. brautarinnar á Yarra Yarra golfvellinum sem líka er í Melbourne, en hún er 165 metra og önnur af tveimur bestum brautum vallarins, í algerum heimsklassa.
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge