Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Magnús Gautur Gíslason – 11. desember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Magnús Gautur Gíslason. Magnús Gautur er fæddur 11. desember 1968 og því 44 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Ísafjarðar (GÍ).  Golf 1 tók viðtal við Magnús Gaut fyrir um ári síðan, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  Bradley Dub Bryant, 11. desember 1954 (58 ára);   David Iwasaki-Smith, 11. desember 1959 (53 ára);  Jean-Louis Lamarre, 11. desember 1959 (53 ára);   Danny Mijovic, 11. desember 1960 (52 árs);  Mary Beth Zimmerman, 11. desember 1960 (52 árs);   Davidson Matyczuk, 11. desember 1967 (45 ára);  Jackie Gallagher-Smith, 11. desember 1967 (45 ára);  Húbert Ágústsson, GVS, 11. desember 1973 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2012 | 11:00

GK: Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis fór fram í gær

Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis fór fram í gær, 10. desember 2012. Framkvæmdastjórinn, Ólafur Þór Ágústsson kynnti m.a. niðurstöður úr viðhorfskönnun, sem greint verður frá síðar hér á Golf 1. Hann sagði m.a. að sér fyndist aðalfundurinn fámennur miðað við oft áður og vildi gjarnan sjá fleiri félagsmenn. U.þ.b. 60 manns sóttu fundinn. Eftir kosningu fundarstjóra og fundarritara var skýrsla stjórnar fyrir árið 2012 lesin, endurskoðaðir reikningar lagðir fram og stjórnin endurkjörin. Lögð var fram fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2013. Öllu þessu verður gerð nánari skil hér á Golf 1 síðar.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2012 | 10:00

Hættulegustu golfvellir heims nr. 12

Golfvöllurinn sem nefndur verður til sögunnar í dag er svo sannarlega einn af hættulegustu golfvöllum heims og líklega líka einn sá mest krefjandi. Golfklúbburinn í Kabúl var meðal fjölmargra staða í Afganistan þar sem stríðið var háð 1990.  Sagt er að sumar holur vallarins orðið til af völdum jarðsprengja og fjarlægja varð standa fyrir sprengjuvörpur og olíutanka til þess að hægt væri að spila á vellinum að nýju. Sumum finnst ótrúlegt að yfirleitt skuli nefna þetta hrjóstruga landsvæði í Kabúl golfvöll, sem spila verður með vopnuðum lífvörðum, því ekki er mönnum óhætt enn fyrir ofstækisfullum Talibönum, en þeim er þessi vestræni leikur, sem golfið er,  þyrnir í augum. Engu að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2012 | 07:00

Slegið með 4,3 m löngum dræver – lengd dræversins er nýtt heimsmet sem og fjarlægðin sem boltinn fór!!! – Myndskeið

Michael Furrh, kaddýmaster í Caddie Club Golf og aðstoðargolfkennari í Rolling Hills Country Club setti nýlega met í notkun á lengstu kylfu heims.  Kylfan er 4,3 metra löng og búin til úr reglulegu stál skafti og 460 cc kylfuhaus. Tilraunin til þess að slá heimsmetið fór fram í  Hank Haney Golf í Golf Academy í The Lakes of Castle Hills, í Lewisville, Texas, í Bandaríkjunum. Höggið var mælt í Trackman mælitæki sem  Tom Harlan hafði yfirumsjón með.  Högg Furrh fór fimm sinnum lengra en fyrra heimsmetið var þ.e. 146 yarda eða 133,5 metra. Caddie Club Golf  er auðvitað stoltur af árangri Furrh og vonar að afrekið dragi athygli fólks að söfnun sem klúbburinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2012 | 22:00

Hver er kylfingurinn: Ben Hogan? (5/9) 10. grein af 24 um „The Match“

Hér verður fram haldið kynningu á  einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.”    Ben Hogan var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Byron Nelson) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik.  Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag. Kynningin á Ben Hogan er nokkuð löng (í 9 hlutum) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2012 | 19:59

Afmæliskylfingur dagsins: Don Bies – 10. desember 2012

Það er Don Bies, sem er afmæliskylfingur dagsins en hann fæddist í Cottonwood, Idaho 10. desember 1937 og á því 75 ára stórafmæli í dag. Bies gerðist atvinnumaður í golfi árið 1957 og hefir spilað bæði á PGA og Senior PGA Tour, sem nú heitir Champions Tour.  Bies sigraði 1 sinni á PGA, en það var árið 1975 þegar hann vann Sammy Davis Jr. – Greater Hartford Open. Jafnframt er hann sjöfaldur ríkismeistari Washington State PGA Championship. Besti árangur hans á risamóti var þegar hann deildi 5. sætinu 1968 á Opna bandaríska. Bies spilaði á PGA til ársins 1980. Eftir að hann varð 50 ára, í lok árs 1987, spilaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2012 | 19:44

Iðkendatölur ÍSÍ sýna að golf er sú íþrótt sem er næstmest stunduð á Íslandi á eftir knattspyrnu

Í lok síðasta mánaðar birti ÍSÍ iðkendatölur sínar.  Hér er textinn sem finna má á heimasíðu ÍSÍ. „Iðkendatölur ársins 2011 eru nú komnar út. Örlítil fækkun iðkana var á milli áranna 2010 og 2011 eða um 0,5% en samtals voru 118.374 iðkanir innan ÍSÍ árið 2011. 46% iðkana voru stundaðar af 15 ára og yngri. 61% iðkana voru stundaðar af körlum og um 39% af konum. Þegar kynjamunur í yngri hóp er skoðaður er munurinn minni, um 46% hjá stúlkum á móti 54% hjá drengjum. Þátttaka í knattspyrnu var mest með 19.747 iðkendur, þá kemur golf með 16.777 iðkendur og hestaíþróttir með 11.270 iðkendur. Mesta hlutfallslega aukningin var í lyftingum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2012 | 19:35

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Oscar Florén (9. grein af 28)

Oscar Florén fæddist í Mölndal nálægt Gautaborg, 3. maí 1984 og er því 28 ára. Oscar lék á sínum tíma í bandaríska háskólagolfinu en hann var við nám og spilaði með golfliði Texas Tech University. Floren gerðist atvinnumaður 2007. Hann keppti fyrst á Áskorendamótaröð Evrópu og þar sigraði hann 2010 á SWALEC Wales Challenge, en það er eini sigur hans sem atvinnumanns til þessa. Hann varð í 6. sæti á peningalista Áskorendamótaraðarinnar og fékk því kortið sitt á Evrópumótaröðina 2011. Hann átti slæmt ár í ár og varð því að fara í Q-school þar sem hann flaug í gegn – varð í 20. sæti.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2012 | 19:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Marita Engzelius, Katie Burnett og Frances Bondad (6. grein af 27)

Í dag verða þær 3 stúlkur kynntar sem urðu í 24. sæti á lokaúrtökumóti LPGA sem fram fór á Daytona Beach í Flórída, dagana 28. nóvember – 2. desember 2012.  Þessar 3, sem kynntar eru í dag hljóta takmarkaðan spilarétt á LPGA næsta keppnistímabil. Þær eru: 1. Marita Engzelius Norska frænka okkar Marita Engzelius er e.t.v. meðal þeirra óheppnustu í lokaúrtökumóti LPGA. Hún var í 9. sæti fyrir lokahringinn og þar með með kortið sitt hársbreidd frá því að vera tryggt en hrundi niður skortöfluna með skori upp á 75 lokahringinn og varð í 24. sæti 1 höggi frá því að tryggja sér fullan þátttökurétt – 1 högg frá fullum keppnisrétti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2012 | 18:30

GA: Danskur golfkennari – Brian Jensen – tekur til starfa hjá Golfklúbbi Akureyrar

Stjórn GA hefur gengið frá ráðningu Brian Jensen, 33 ára Dana, sem golfkennara GA. Hann var valinn úr hópi 10 umsækjenda. Brian hefur lokið menntun sem kallast PGA Class A Professional, auk þess að vera Certified Trackman Master (einn af 30 í heiminum). Hann hefur einnig þekkingu og reynslu í kylfusmíði og lagfæringum. Hann hefur undanfarin 8 ár unnið við að kenna kylfingum á öllum aldri og getustigum, en hluta af þeim tíma lagði hann sérstaka áherslu á kennslu barna, unglinga og afrekskylfinga. Hann lýsir sínum áherslum á eftirfarandi hátt: „Ég hef mjög gaman að því að kenna golf. Ég legg mikla áherslu á einstaklingsmiðaða kennslu, því það er misjafnt Lesa meira