Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2012 | 22:00

Hver er kylfingurinn: Ben Hogan? (5/9) 10. grein af 24 um „The Match“

Hér verður fram haldið kynningu á  einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.”    Ben Hogan var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Byron Nelson) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik.  Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag.

Kynningin á Ben Hogan er nokkuð löng (í 9 hlutum) en við verðum að átta okkur á því að Ben Hogan er svona einskonar Rory eða Tiger síns tíma.  Hér fer 5. hlutinn í kynningunni á Hogan:

Hogan er talinn hafa þróað „leyndarmál“ sem gerði sveiflu hans næstum sjálfvirka. Það eru margar kenningar um nákvæmt eðli þess. Yngsta kenningin er að „leyndarmálið“ hafi verið sérstök hreyfing í úlnlið, sem á ensku nefndist „cupping under.“ Þessar upplýsingar voru upp gefnar í grein í Life magazine, árið 1955.

Margir trúðu því jafnframt að Hogan hefði ekki látið leyndarmálið í ljós að öllu leyti. Því hefir verið haldið fram í Golf Digest og af Jody Vasquez í bók hans „Afternoons With Mr Hogan“, að hinn þáttur  „leyndarmáls“ Hogan, sem var hvernig hann notaði hægra hné sitt til þess að hefja sveifluna og að hreyfing hægra hnésins hefði verið nauðsynleg til þess að úlnliðurinn hreyfðist rétt.

Hogan síðar á ævinni að „leyndarmálið“ fælist í því að „cup-a“ vinstri úlnlið á toppi baksveiflunnar og nota veikari grip á vinstri hendi (með þumalinn ofar í gripinu en á hægri hliðinni).

Hogan gerði þetta til þess að varna því að hann húkkaði boltann. Með því að staðsetja hönd sína á þennan hátt, tryggði hann að kylfuandlitið myndi opnast svolítið við viðbragðið og byggi þar með til feid (þ.e. boltaflug frá vinstri til hægri) í staðinn fyrir drag eða húkk (boltaflug frá hægri til vinstri).

Þetta er ekki nokkuð sem kemur öllum kylfingum til góða, þar sem hinn almenni kylfingur slæsar eða feidar boltann. Dragið heillar áhugamanninn yfirleitt meira vegna þess að boltinn fer lengra.

Margir trúa því að jafnvel þó hann hafi spilað sem rétthentur sem fullorðinn þá hafi Hogan í raun verið örvhentur. Í bók sinni „Five Lessons“ í kaflanum sem ber yfirskriftina „Gripið“ segir Hogan: „Ég fæddist örvhentur – það var eðlilegast að gera allt með vinstri hendi fyrir mig. Mér var skipað að gera allt rétthent þegar ég var strákur en ég byrjaði í golfi sem örvhentur vegna þess að fyrsta kylfan sem eignaðist, gamalt 5-járn var prik fyrir örvhenta.“

Þetta var ennfremur staðfest af Hogan fyrr í bók hans  „Power Golf.“ Hvað sem öðru líður þá er þetta en óljóst því Hogan sagði í öllum viðtölum síðar að trúin á að hann hafi verið örvhentur hafi í reynd verið goðsögn (sagði þetta m.a. í því sem líklega var síðasta myndskeið sem hann gerði og í viðtali við hann í Golf Magazine 1987).

Í þeim viðtölum sagði Hogan að hann væri í raun rétthentur kylfingur sem æfði/spilaði frá unga aldri með kylfu fyrir örvhenta sem honum hefði verið gefin vegna þess að hún væri allt sem hann hafði og að það hefði skapað goðsögnina um að hann væri örvhentur. Þetta gæti hafa verið ástæðan fyrir að þegar hann spilaði fyrst með kylfum fyrir rétthenta þá notaði hann krossgrip (hægri hönd á enda kylfu, vinstri hönd fyrir neðan hana). Í bókinni „The Search for the Perfect Golf Swing“, voru rannsóknarmennirnir Cochran og Stobbs þeirrar skoðunar að örvhentur einstaklingur sem spilaði rétthent hefði tilhneigingu til þess að húkka boltann.

Jafnvel áratug eftir dauða hans (Hogans)  halda áhugamenn sem atvinnumenn áfram að rannsaka tækni þessa hæfileikaríka kylfings (Hogan) eins og kemur fram í bókunum: Ben Hogan, The Man Behind the Mystique (Martin, 2002) og The Secret of Hogan’s Swing (Bertrand and Bowler, 2006).

Heimild: Wikipedia