Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2012 | 19:35

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Oscar Florén (9. grein af 28)

Oscar Florén fæddist í Mölndal nálægt Gautaborg, 3. maí 1984 og er því 28 ára.

Oscar lék á sínum tíma í bandaríska háskólagolfinu en hann var við nám og spilaði með golfliði Texas Tech University.

Floren gerðist atvinnumaður 2007.

Hann keppti fyrst á Áskorendamótaröð Evrópu og þar sigraði hann 2010 á SWALEC Wales Challenge, en það er eini sigur hans sem atvinnumanns til þessa.

Hann varð í 6. sæti á peningalista Áskorendamótaraðarinnar og fékk því kortið sitt á Evrópumótaröðina 2011. Hann átti slæmt ár í ár og varð því að fara í Q-school þar sem hann flaug í gegn – varð í 20. sæti.