Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2012 | 11:00

GK: Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis fór fram í gær

Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis fór fram í gær, 10. desember 2012.

Framkvæmdastjórinn, Ólafur Þór Ágústsson kynnti m.a. niðurstöður úr viðhorfskönnun, sem greint verður frá síðar hér á Golf 1. Hann sagði m.a. að sér fyndist aðalfundurinn fámennur miðað við oft áður og vildi gjarnan sjá fleiri félagsmenn. U.þ.b. 60 manns sóttu fundinn.

Ólafur Þór í ræðustól á aðalfundi GK 2012. Mynd: Golf 1

Eftir kosningu fundarstjóra og fundarritara var skýrsla stjórnar fyrir árið 2012 lesin, endurskoðaðir reikningar lagðir fram og stjórnin endurkjörin.

Viðhorfskönnun GK var kynnt á aðalfundinum. Mynd: Golf 1

Lögð var fram fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2013. Öllu þessu verður gerð nánari skil hér á Golf 1 síðar.