Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2012 | 18:00

Ragnar Már lék á 74 höggum á 3. degi í Miami

Ragnar Már Garðarsson, GKG, hefir nú lokið 3. hring á  Orange Bowl International Championship, sem fram fer á golfvelli Biltmore hótelsins fræga í Coral Gables, í Flórída. Mótið stendur dagana 27.-30. desember 2012. Þátttakendur eru 61.

Biltmore hótelið í Coral Gables

Biltmore hótelið í Coral Gables

Ragnar Már lék sinn besta hring til þessa í mótinu, kom inn á 3 yfir pari, 74 höggum; fékk 1 fugl, 13 pör og 4 skolla.  Samtals er Ragnar Már búinn að spila á 21 yfir pari, 234 höggum (82 78 74).

Til þess að stöðuna eftir 3. dag Orange Bowl 2012  SMELLIÐ HÉR: