Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2012 | 11:15

Wozzilroy ekki trúlofuð

Wozzilroy er nýyrði í golfpressunni erlendis, en átt er við nr. 1 á lista yfir bestu kylfinga heims, Rory Mcilroy og fyrrum nr. 1 á heimslista yfir bestu kven- tennisleikara heims, Caroline Wozniacki.

Það fór fjölunum hærra að þau skötuhjúin hefðu drifið í að trúlofast yfir jólin og þóttu ástralskir fjölmiðlar sjá merki þess þar sem Caroline bar stóran safír-demantshring á baugfingri vinstri handar.

Hringur með safírsteini umsveipaður demöntum - trúlofunarhringur Diönu prinsessu af Wales og nú Kate Middleton verðandi Bretadrottningu en hringur Caroline Wozniacki þykir svipa mjög til hans.

Hringur með safírsteini umsveipaður demöntum – trúlofunarhringur Diönu prinsessu af Wales og nú Kate Middleton verðandi Bretadrottningu en hringur Caroline Wozniacki þykir svipa mjög til hans.

Nú hafa allar sögusagnir um trúlofunina verið kveðnar í kútinn af blaðafulltrúa Rory.

Eftirfarandi var haft eftir blaðafulltrúa Rory varðandi sögusagnir um trúlofun Rory við Caroline Wozniacki:

„ Af hálfu Rory McIlroy vil ég hér með staðfesta að hann er EKKI trúlofaður  Caroline Wozniacki eins og upphaflega var greint frá  í áströlsku pressunni.  Rory er í Ástralíu til þess að styðja Caroline áður en hann fer í janúar til Abu Dhabi.“