
Wozzilroy ekki trúlofuð
Wozzilroy er nýyrði í golfpressunni erlendis, en átt er við nr. 1 á lista yfir bestu kylfinga heims, Rory Mcilroy og fyrrum nr. 1 á heimslista yfir bestu kven- tennisleikara heims, Caroline Wozniacki.
Það fór fjölunum hærra að þau skötuhjúin hefðu drifið í að trúlofast yfir jólin og þóttu ástralskir fjölmiðlar sjá merki þess þar sem Caroline bar stóran safír-demantshring á baugfingri vinstri handar.

Hringur með safírsteini umsveipaður demöntum – trúlofunarhringur Diönu prinsessu af Wales og nú Kate Middleton verðandi Bretadrottningu en hringur Caroline Wozniacki þykir svipa mjög til hans.
Nú hafa allar sögusagnir um trúlofunina verið kveðnar í kútinn af blaðafulltrúa Rory.
Eftirfarandi var haft eftir blaðafulltrúa Rory varðandi sögusagnir um trúlofun Rory við Caroline Wozniacki:
„ Af hálfu Rory McIlroy vil ég hér með staðfesta að hann er EKKI trúlofaður Caroline Wozniacki eins og upphaflega var greint frá í áströlsku pressunni. Rory er í Ástralíu til þess að styðja Caroline áður en hann fer í janúar til Abu Dhabi.“
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore