Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2021 | 08:53

LET: Guðrún Brá við keppni – Fylgist með HÉR!!!

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK, tekur þátt í Skaftö Open, sem er mót vikunnar á LET. Mótið fer fram í Skaftö klúbbnum í Fiskebackskil, Svíþjóð og stendur dagana 27.-29. ágúst. Völlurinn, sem spilað er á, er fremur stuttur en krefjandi keppnisvöllur; 4.782 metrar og par-69. Guðrún Brá fer út kl. 11:15 að staðartíma, sem er kl. 9:15 hér á landi eða eftir nákvæmlega 1/2 tíma. Í ráshóp með henni eru hin franska Anais Meyssonnier og Mimmi Bergman, frá Svíþjóð. Fylgjast má með gengi Guðrúnar Brá með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2021 | 08:00

PGA: Burns, Rahm og Rory T-1 e. 1.dag BMW Championship

Þrír deila forystunni eftir 1. dag BMW Championship. Það eru þeir Sam Burns, Rory McIlroy og Jon Rahm. Allir komu þeir í hús á glæsilegum 8 undir pari, 64 höggum. Sigurvegari Valspar nú í ár, Sam Burns er sá minnst þekkti af þremenningunum og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Einn í 4. sæti, aðeins 1 höggi á eftir forystuþremenningunum er Sergio Garcia, þ.e. á 7 undir pari, 65 höggum. Sjá má stöðuna á BMW Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2021 | 07:15

Curtis Cup 2021: Lið Breta&Íra yfir e. 1. dag 4.5-1.5

Curtis Cup hófst í gær í 41. skipti og fer nú fram í Conway Club, Wales, dagana 26.-28. ágúst 2021. Eftir fyrsta daginn er lið Breta&Íra yfir sigraði í 2 fjórmenningum fyrir hádegi í gær (fimmtudag) og nældi sér í 1 jafna stöðu. Það var skoska tvenndin í liði Breta&Íra, þær Louise Duncan og hin unga Hannah Darling sem aðeins náðu að halda jöfnu og komu þar með í veg fyrir að lið Breta&Íra næðu stigaalslemmu fyrir hádegið á fimmtudeginum. Eftir hádegi vann lið Breta&Íra síðan sigur í 2 fjórboltaleikjum. Spurning er hvort þetta forskot dugi, því þær bandarísku hafa yfirleitt verið sterkari í tvímenningsleikjunum. Curtis Cup er með sama Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2021 | 07:12

Harry Kane spilaði golf nú nýverið

Nú nýverið sást til enska knattspyrnumannsins, Harry Kane, þar sem hann spilaði golf ásamt félögum sínum á Queenwood vellinum glæsilega í Surrey. Kane, 28 ára var að leik með Spurs félögum sínum þeim Matt Doherty and Eric Dier og fyrrum Spursaranum Jamie Redknapp, sem nú starfar sem fréttaskýrandi á Sky Sports Football. Með í för var einnig ástralska krikett goðsögnin Shane Warne. Þrátt fyrir ansi þétta byrjun Tottenham í úrvalsdeildinni; með 1-0 sigur bæði gegn Manchester City og Úlfunum, þá hefir Kane aðeins spilað tæpar 20 mínútum af fótbolta, þ.e. þegar hann kom inn á 72. mínútu í leiknum gegn Wolves. Kane var sagður vera í viðræðum við Manchester City Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2021 | 06:30

Unglingamótaröð GSÍ 2021: María Eir og Böðvar Bragi stigameistarar

María Eir Guðjónsdóttir, GM, er stigameistari 2021 í flokki 17-18 ára á unglingamótaröð GSÍ e miki spenna var um efsta sætið. María Eir tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hún sigraði á tveimur þeirra og þar á meðal á Íslandsmótinu í golfi 2021. María Eir varð önnur á hinum þremur mótum tímabilsins. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM, varð önnur á stigalistanum en hún sigraði einnig á tveimur mótum – og þar af var annað þeirra á Íslandsmótinu í holukeppni. Hún varð önnur á tveimur mótum og í þriðja sæti á einu þeirra. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR, varð þriðja á stigalistanum í þessum aldursflokki. Hún lék á öllum fimm mótunum og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Daney Guðmundsdóttir – 26. ágúst 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía Daney Guðmundsdóttir. Stefanía Daney er fædd 26. ágúst 1997 og á því 24 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Stefaníu Daneyju til hamingju með afmælið hér að neðan Stefanía Daney Guðmundsdóttir – 24 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Hudson, 26. ágúst 1945 (76 ára); Howard K. Clark, 26. ágúst 1954 (67 ára); James Edgar Rutledge 26. ágúst 1959 (62 ára); Eiríkur Þór Hauksson, 26. ágúst 1975 (46 ára); Ben Martin, 26. ágúst 1987 (34 ára); Jenny og Kristin Coleman (spiluðu báðar á LPGA) 26. ágúst 1992 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2021 | 08:30

Louise Duncan spilar í Curtis Cup

Skoski áhugakylfingurinn Louise Duncan, sem vann Jóhönnu Leu “okkar“ Lúðvíksdóttur 9&8 í úrslitunum á Women’s Amateur Championship er nú aftur í sviðsljósinu. Hún var valin í lið Bretlands&Íra sem keppir í Curtis Cup við lið Bandaríkjanna, en keppnin á sér 89 ára sögu. Þetta er í 41. skiptið sem mótið fer fram. Upphaflega átti mótið að fara fram 12.-14. júní en var frestað fram í ágúst vegna Covid-19. Keppnisfyrirkomulagið í Curtis Cup er svipað og í Solheim Cup eða Rydernum og mikil spenna í uppsiglingu því lið Breta&Íra hefir aðeins 8 sinnum sigrað í viðureign liðanna, meðan lið Bandaríkjanna hefir sigrað 28 sinnum. Síðasti sigur liðs Bandaríkjanna í Curtis Cup var fyrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2021 | 08:00

Unglingamótaröð GSÍ 2021: Ásdís og Lárus Ingi stigameistarar í fl. 19-21 árs

Ásdís Valtýsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, er stigameistari 2021 á unglingamótaröð GSÍ í flokki 19-21 árs í stúlknaflokki. Ásdís tók þátt á tveimur mótum af alls fimm og sigraði hún á báðum mótunum. Alls tóku fimm keppendur þátt í flokki 19-21 árs á þessu tímabili. Marianna Ulriksen, Golfklúbbnum Keili, varð önnur á stigalistanum og María Björk Pálsdóttir, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð þriðja. Stigalisti 19-21 árs stúlkur: ___________________________________________ Lárus Ingi Antonsson, GA, er stigameistari 2021 í flokki 19-21 árs á unglingamótaröð GSÍ. Lárus Anton tók þátt á fjórum mótum af alls fimm. Hann sigraði á tveimur þeirra og þar á meðal Íslandsmótinu í holukeppni. Hann varð annar á einu móti og 8. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Úlfar Jónsson —– 25. ágúst 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Úlfar Jónsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari. Úlfar er fæddur 25. ágúst 1968 og á því 53 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Úlfar Jónsson, fv. landsliðsþjálfari í golfi. Mynd: Golf 1 Úlfar Jónsson– 53 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Dwight Nevil, 25. ágúst 1944 (77 ára); Magnús Eiríksson, 25. ágúst 1945 (76 ára); Thorunn Erlu Valdimarsdottir, 25. ágúst 1954 (67 ára); Ingi Karl Ingibergsson 25. ágúst 1962 (59 ára); Angela Park (á kóreönsku: 박혜인) 25. ágúst 1988 (33 ára); Robert (Robby) Shelton Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2021 | 09:00

Helgi Runólfs á besta skori í Siglfirðingamótinu 2021

Siglfirðingamótið 2021 fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi, sl. sunnudag 22. ágúst 2021. Þátttakendur voru 68 og var keppt bæði í karla- (43) og kvennaflokki (25). Ágætis veður var, hann hékk þurr, en það var sólarlaust. Mótið var hið glæsilegasta í alla staði – bæði teiggjafir og verðlaun, enda margir sterkir bakhjarlar að baki Siglfirðingamótinu m.a.: Arion banki; Sigló Hótel; Icelandair; Krónan; CitoCare snyrtivörur;Siglufjarðarapótek,Iðnver, GKG, Golfklúbburinn Oddur, Aðalbakaríið, Fiskbúð Fjallabyggðar, Vörður, Torgið, KLM verðlaunagripir, Veitingastaðurinn Siglunes, Nói-Síríus og Segull 67 svo einhverjir séu nefndir. Sigurvegarar mótsins voru eftirfarandi í punktakeppnishluta mótsins: Karlaflokkur: 1 Elvar Ingi Möller GO 41 punktur 2 Helgi Runólfsson GVS 37 punktar T-3 Þorsteinn Jóhannsson GS 35 punktar T-3 Valdimar Lárus Lesa meira