Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2021 | 08:00

PGA: Burns, Rahm og Rory T-1 e. 1.dag BMW Championship

Þrír deila forystunni eftir 1. dag BMW Championship.

Sam Burns

Það eru þeir Sam Burns, Rory McIlroy og Jon Rahm.

Allir komu þeir í hús á glæsilegum 8 undir pari, 64 höggum.

Sigurvegari Valspar nú í ár, Sam Burns er sá minnst þekkti af þremenningunum og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

Einn í 4. sæti, aðeins 1 höggi á eftir forystuþremenningunum er Sergio Garcia, þ.e. á 7 undir pari, 65 höggum.

Sjá má stöðuna á BMW Championship með því að SMELLA HÉR: