Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2021 | 08:30

Louise Duncan spilar í Curtis Cup

Skoski áhugakylfingurinn Louise Duncan, sem vann Jóhönnu Leu “okkar“ Lúðvíksdóttur 9&8 í úrslitunum á Women’s Amateur Championship er nú aftur í sviðsljósinu.

Hún var valin í lið Bretlands&Íra sem keppir í Curtis Cup við lið Bandaríkjanna, en keppnin á sér 89 ára sögu.

Þetta er í 41. skiptið sem mótið fer fram. Upphaflega átti mótið að fara fram 12.-14. júní en var frestað fram í ágúst vegna Covid-19.

Keppnisfyrirkomulagið í Curtis Cup er svipað og í Solheim Cup eða Rydernum og mikil spenna í uppsiglingu því lið Breta&Íra hefir aðeins 8 sinnum sigrað í viðureign liðanna, meðan lið Bandaríkjanna hefir sigrað 28 sinnum.

Síðasti sigur liðs Bandaríkjanna í Curtis Cup var fyrir 2 árum síðan í Quaker Ridge in New York og útkoman háðuleg fyrir Breta&Íra 17-3.

Duncan sem átti brillíant byrjun í fyrsta risamóti sínu nú fyrir skömmu (varð T-10 á AIG Women´s Open) sagði um þátttöku sína í Curtis Cup:

„„Ég held að ef við hefðum fengið frí í eina eða  tvær vikur [eftir AIG Women´s Open] þá hefðum við kannski orðið latar... „Það er frábært að adrenalínið sé enn til staðar. Vonandi kemur það okkur í gegnum mótið.“

Eilaine Ratcliffe fyrirliði liðs Breta&Íra telur lið sitt eiga góða möguleika á sigri (en 7 af 8 sigrum Breta&Íra hafa verið á heimavelli.) Curtis Cup, sem hefst nú í dag, fer fram 26.-28. ágúst Conwy Club í Wales). Ratcliffe  sagði m.a. í viðtali fyrir viðureignina við Bandaríkin:

„Í hvert skipti sem maður spilar á móti liði Bandaríkjanna er verið að spila á móti þeim bestu í heiminum. Það er í raun og veru litið á okkur sem veikari aðilann. En við munum veita þeim bandarísku harða keppni. Við eigum mjög góða möguleika á að koma heim með bikarinn í þetta skipti.

Í liði Breta&Íra eru auk Louise Duncan: Hannah Darling 18 ára frá Skotlandi og Annabell Fuller (19 ára), Charlotte Heath (19 ára) Caley McGinty (20 ára), Emily Toy (23 ára) og Annabell Wilson (20 ára) fra Englandi og Lauren Walsh 20 ára fra Írlandi. Fyrirliði: Elaine Ratcliffe (48 ára).

Lið Bandaríkjanna er svo skipað: Jensen Castle (20 ára),Allisen Corpuz (23 ára),  Rachel Heck( 19 ára),  Gina Kim (21  árs), Rachel Kuehn (20 ára),  Brooke Matthews (22 ára),  Emilia Migliaccio (22 ára) og  Rose Zhang (18 ára). Fyrirliði: Sarah LeBrun Ingram (55 ára).

Eins og sést er lið Breta&Íra allt saman yngra en það bandaríska – Ferskleiki & spræki g. leikreynslu?