Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2021 | 08:20

Hver er kylfingurinn: Tony Finau? (2/2)

Hér verður fram haldið kynningunni á Tony Finau, sem sigraði á The Northern Trust sl. helgi og vann þar með 2. titil sinn á PGA Tour. Við vorum komin þar sem hann hafði sigrað í fyrra skiptið á PGA Tour þ.e. árið 2016 á Puerto Rico Open. 2017-2018 Finau kaus að verja ekki titil sinn á Puerto Rico Open árið 2017, en tók sjénsinn á að spila fremur í heimsmótinu í holukeppni, WGC-Dell Technologies Match Play, en var 2 kylfingum frá því að komast inn á mótið; en einungis 64 efstu menn á heimslistanum eru með þátttökurétt í mótinu Finau fékk hins vegar þátttökurétt í fyrstu 3 risamótum ársins 2018, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2021 | 08:00

Unglingamótaröð GSÍ 2021: Fjóla Margrét og Markús stigameistarar 14 ára og yngri

Fjóla Margrét Viðarsdóttir er stigameistari unglinga 2021 í flokki 14 ára og yngri. Fjóla Margrét lék á öllum fimm mótum tímabilsins. Hún sigraði á fjórum þeirra og varð einu sinni í öðru sæti. Hún sigraði á báðum Íslandsmótunum, í holukeppni og höggleik. Eva Kristinsdóttir varð í öðru sæti á stigalistanum. Hún lék á öllum fimm mótum tímabilsins og hún sigraði á fyrsta móti tímabilsins. Eva varð tvívegis í öðru sæti og tvívegis í þriðja sæti. Auður Bergrún Snorradóttir, GA, varð í þriðja sæti í þessum aldursflokki. Hún varð tvívegis í öðru sæti og tvívegis í fjórða sæti. Alls tóku 32 keppendur þátt í þessum flokki á tímabilinu. Stigalisti 14 ára Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sam Torrance —- 24. ágúst 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Sam Torrance, OBE. Torrance er fæddur í Largs, Skotlandi 24. ágúst 1953 og á því 68 ára afmæli í dag!!! Torrance gerðist atvinnumaður í golfi 16 ára og hefir á ferli sínum sigrað 43 sinnum þar af í 21 skipti á Evrópumótaröðinni (og er í 10. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast á þeirri mótaröð). Seinni ár hefir Torrance spilað á European Seniors Tour þ.e. öldungamótaröðinni og þar hefir hann sigrað 11 sinnum. Besti árangur Torrance í risamóti er 5. sæti á Opna breska árið 1981. Torrance er kvæntur Suzanne Danielle (frá árinu 1988), en Suzanne er ensk leikkona (ekki mjög þekkt hér á landi). Torrance Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2021 | 09:00

Patrick Reed með lungnabólgu

Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed liggur á sjúkrahúsi og glímir við bólgu í báðum lungum (ens.: bilateral pneumonia). Reed, 31 árs,  sendi frá sér yfirlýsingu um ástand sitt og stendur frammi fyrir baráttu um að vera klár í Ryder bikarinn í næsta mánuði. Hann hefir dregið sig úr síðustu 2 mótum á PGA Tour. Reed sendi frá sér fréttatilkynningu, þar sem m.a. kom fram að hann hefði líka verið meiddur á ökkla. „Ég vil bara upplýsa alla … Fyrst og fremst takk allir fyrir stuðninginn,“ byrjaði Reed. „Góðu fréttirnar eru þær að ökklinn á mér er í lagi. Slæmu fréttirnar eru þær að ég hef verið á sjúkrahúsi með lungnabólgu. „Ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2021 | 06:45

Hver er kylfingurinn: Tony Finau? (1/2)

Tony Finau er fæddur 14. september 1989 í Salt Lake City, Utah og er því 31 árs. Hann sigraði í 2. móti sínu á PGA Tour í gær, 23. ágúst 2021 ,eftir að mótinu hafði verið frestað fram á mánudag vegna fellibyls. Þetta var fyrsti sigur Finnau á PGA Tour í 5 ár. Eins á Finau í beltinu einn sigur á Korn Ferry Tour. En hver er kylfingurinn Tony Finau? Jafnvel þó honum hafi verið boðinn skólastyrkur vegna körfuboltakunnáttu sinnar sneri hann sér alfarið að golfinu 17 ára og spilaði á fjölmörgum smámótaröðum fyrst þ.á.m. Gateway Tour, NGA Hooters Tour og National Pro Tour. Hann spilaði á PGA Tour Kanada Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2021 | 06:30

Hver er kylfingurinn: Anna Nordqvist? (2/2)

Hér verður fram haldið frásögn af glæsiferli hinnar sænsku Önnu Nordqvist í kvennagolfinu, en hún vann 3. risatitil sinn á AIG Women´s Open risamótinu nú um helgina á Carnoustie í Skotlandi. Við vorum komin þar sem Anna var búin að sigra 2. mót sitt á LPGA árið 2009 þ.e. LPGA Tour Championship. Alls hefir Anna Nordqvist sigrað 9 sinnum á LPGA og í 4 mótum á LET. Árið 2010 sigraði Anna í The Mojo 6, sem er óopinbert LPGA mót. Sama ár vann hún líka European Ladies Golf Cup (með Sophie Gustafson) á LET. Árið á eftir, 2011, vann Nordqvist Communitat Valenciana European Ladies Golf Cup (líka með Sophie Gustafson). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2021 | 23:00

PGA: Tony Finau sigurvegari The Northern Trust e. bráðabana v/Cameron Smith

Nú rétt í þessu var að ljúka The Northern Trust, sem fram fór í Jersey City í New Jersey, dagana 19.-23. ágúst og var mót s.l. viku á PGA Tour. Eiginlega átti mótinu að ljúka í gær, en því var frestað vegna fellibyls. Það varð því að spila á mánudegi, sem er óhefðbundið; þ.e. mótið kláraðist núna rétt áðan, með sigri Tony Finau, frá Bandaríkjunum, sem sigraði Ástralann Cameron Smith í bráðabana á par-4 18. holu með pari. Báðir voru þeir Finau og Smith á samtals 20 yfir pari, hvor – Jon Rahm endaði í 3. sæti á samtals 18 undir pari, gaf eftir á lokaholunum. Sjá má lokastöðuna á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2021 | 17:10

Hver er kylfingurinn Anna Nordqvist? (1/2)

Sænski Solheim Cup kylfingurinn Anna Nordqvist sigraði á 3. risamóti sínu í gær, AIG Women´s Open.  Nú á hún bara eftir sigur í 2 risamótum þá er hún komin með það sem á ensku nefnist „Career Grand Slam.“ Anna fæddist í Eskilstuna í Svíþjóð 10. júní 1987 og er því nýorðin 34 ára. Hún byrjaði að spila golf 13 ára og segir fjölskyldu sína og þjálfarana Katarínu Vangdal og Maríu Bertilskjöld hafa haft mest áhrif á sig í golfinu. Sem stendur er Anna nr. 16 á lista yfir bestu kvenkylfinga heims (ens.: Rolexrankings), fer upp um heil 22 sæti og inn á topp-20 listann eftir velgengnina á Carnoustie linksaranum, þar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2021 | 17:00

GÞ: Elís Rúnar og Björn Andri sigruðu á minningarmóti um Gunnar Jón Guðmundsson

Hið árlega golfmót til minningar um Gunnar Jón Guðmundsson var haldið á Þorláksvelli 15.ágúst sl. Minningarmótið er haldið árlega og rennur allur ágóði af mótinu í Minningarsjóð Gunnars Jóns, sem hefur það að markmiði að styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf í Sveitarfélaginu Ölfus ásamt öðru forvarnarstarfi í leik- og grunnskólum á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GÞ. Mjög góð þátttaka var í mótinu og komust færri að en vildu. Alls tóku 72 kylfingar þátt og skemmtu sér vel á flottum golfvellinum. Í mótslok var grillað og veitt verðlaun ásamt því að dregnir voru út fjöldinn allur af vinningum úr skorkortum. Sigurvegarar mótsins voru félagarnir Elís Rúnar Elísson og Björn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Auður Kjartansdóttir – 23. ágúst 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Auður Kjartansdóttir. Auður er fædd 23. ágúst 1991 og á því 30 ára stórafmæli í dag! Hún er klúbbmeistari Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi 2013, 2014, 2015 og 2016 eða 4 ár í röð!!! Síðan varð hún kvenklúbbmeistari GJÓ í ár! Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Auði með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Auðar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Auður Kjartansdóttir, margfaldur klúbbmeistari kvenna í GMS og í ár GJÓ. Mynd: Í einkaeigu Auður Kjartansdóttir (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Thomson, 23. ágúst 1929 (92 Lesa meira