Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2021 | 09:00

Helgi Runólfs á besta skori í Siglfirðingamótinu 2021

Siglfirðingamótið 2021 fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi, sl. sunnudag 22. ágúst 2021.

Þátttakendur voru 68 og var keppt bæði í karla- (43) og kvennaflokki (25).

Ágætis veður var, hann hékk þurr, en það var sólarlaust.

Mótið var hið glæsilegasta í alla staði – bæði teiggjafir og verðlaun, enda margir sterkir bakhjarlar að baki Siglfirðingamótinu m.a.: Arion banki; Sigló Hótel; Icelandair; Krónan; CitoCare snyrtivörur;Siglufjarðarapótek,Iðnver, GKG, Golfklúbburinn Oddur, Aðalbakaríið, Fiskbúð Fjallabyggðar, Vörður, Torgið, KLM verðlaunagripir, Veitingastaðurinn Siglunes, Nói-Síríus og Segull 67 svo einhverjir séu nefndir.

Sigurvegarar mótsins voru eftirfarandi í punktakeppnishluta mótsins:

Karlaflokkur:
1 Elvar Ingi Möller GO 41 punktur
2 Helgi Runólfsson GVS 37 punktar
T-3 Þorsteinn Jóhannsson GS 35 punktar
T-3 Valdimar Lárus Júlíusson GO 35 punktar

Kvennaflokkur:
1 Bára Ægisdóttir GR 36 punktar
2 Jóhanna María Björnsdóttir KGB 36 punktar
3 Freyja Sveinsdóttir GHR 36 punktar

Sigurvegari í höggleik var Helgi Runólfsson, klúbbmeistari GVS 2021 á 69 glæsihöggum!

Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: 

Búið er að ákveða að næsta Siglfingamót að ári fari fram á sama stað þ.e. Hamarsvelli í Borgarnesi, þann 21. ágúst 2022, þannig að Siglfirðingar eða þeir sem eru af sigfirsku bergi brotnu, sem ætla að taka þátt í mótinu ættu að taka daginn frá!

Í aðalmyndaglugga: Frá Siglufirði.