09/11/2020. Ladies European Tour 2020. Aramco Saudi Ladies International Presented By Public Investment Fund. Royal Greens Golf & Country Club, Saudi Arabia. November 12-15 2020. Gudrun Bjorgvinsdottir of Iceland during a practice round. Credit: Tristan Jones.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2021 | 08:53

LET: Guðrún Brá við keppni – Fylgist með HÉR!!!

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK, tekur þátt í Skaftö Open, sem er mót vikunnar á LET.

Mótið fer fram í Skaftö klúbbnum í Fiskebackskil, Svíþjóð og stendur dagana 27.-29. ágúst.

Völlurinn, sem spilað er á, er fremur stuttur en krefjandi keppnisvöllur; 4.782 metrar og par-69.

Guðrún Brá fer út kl. 11:15 að staðartíma, sem er kl. 9:15 hér á landi eða eftir nákvæmlega 1/2 tíma.

Í ráshóp með henni eru hin franska Anais Meyssonnier og Mimmi Bergman, frá Svíþjóð.

Fylgjast má með gengi Guðrúnar Brá með því að SMELLA HÉR: