Annabell Fuller
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2021 | 07:15

Curtis Cup 2021: Lið Breta&Íra yfir e. 1. dag 4.5-1.5

Curtis Cup hófst í gær í 41. skipti og fer nú fram í Conway Club, Wales, dagana 26.-28. ágúst 2021.

Eftir fyrsta daginn er lið Breta&Íra yfir sigraði í 2 fjórmenningum fyrir hádegi í gær (fimmtudag) og nældi sér í 1 jafna stöðu.

Það var skoska tvenndin í liði Breta&Íra, þær Louise Duncan og hin unga Hannah Darling sem aðeins náðu að halda jöfnu og komu þar með í veg fyrir að lið Breta&Íra næðu stigaalslemmu fyrir hádegið á fimmtudeginum.

Eftir hádegi vann lið Breta&Íra síðan sigur í 2 fjórboltaleikjum.

Spurning er hvort þetta forskot dugi, því þær bandarísku hafa yfirleitt verið sterkari í tvímenningsleikjunum.

Curtis Cup er með sama keppnisfyrirkomulagi og Solheim Cup og Ryderinn, nema spilað er frá fimmtudegi til laugardags meðan að í hinum tveimur keppnunum er keppt á föstudegi til sunnudags.

Sjá má stöðuna í Curtis Cup með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Annabell Fuller liðsmaður liðs Breta&Íra átti frábæran dag í gær!