Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnar Ólafsson – 1. september 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnar Ólafsson, landsliðseinvaldur. Ragnar er fæddur 1. september 1956 og á því 65 ára merkisafmæli í dag. Hann hefir verið liðsstjóri fjölmargra landsliða sem keppt hafa erlendis. Sjá má gamalt viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Al Geiberger “Mr. 59”, 1. september 1937 (84 ára); Manuel Piñero Sanchez, 1. september 1952 (68 ára);Guðríður Vilbertsdóttir, 1. september 1954 (67 ára); Ballettskóli Eddu Scheving (60 ára MERKISAFMÆLI!!!) Else Marie & Elin Margrethe Skau, 1. september 1967 (54 ára) Friðrik K. Jónsson 1. september 1970 (51 árs); Örnólfur Kristinn Bergþórsson, 1. september 1975 (46 ára); Gítarskóli Ólafs Gauks, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2021 | 18:00

Curtis Cup 2021: Bandaríkin 12,5 – 7,5 Breta&Íra – Bandríkin sigruðu í 29. skipti!!!

Spilað var um Curtis Cup 26. – 28. ágúst 2021 sl.  í Conwy golfklúbbnum nálægt Conwy, Wales. Upphaflega var áætlað að keppnin milli liðs Bandaríkjanna og liðs Breta&Íra færi fram  12.-14. júní 2020 en var frestað til 2021 vegna COVID-19 faraldrinum. Lið Breta&Íra höfðu betur á fyrsta degi og leiddu með 4,5 stigum í 1,5 stig, sbr. grein Golf 1  – sjá með því að SMELLA HÉR: Bandaríska liðið jafnaði leikinn m undir lok seinni dags. Þriðjudagurinn í einliðaleik var upphaflega mjög jafn, snerist með   bandaríska liðinu og tryggði það sér 6,5 stig af þeim 8 sem í boði voru. Bandaríska liðið hélt Curtis bikarnum með 12,5 vinningum gegn 7,5 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Hafsteinsson og Pádraig Harrington – 31. ágúst 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Ólafur Hafsteinsson og Pádraig Harrington. Ólafur er fæddur 31. ágúst 1960 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Þresti til hamingju með afmælið hér að neðan:   Ólafur Hafsteinsson (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Hinn afmæliskylfingurinn er írski stórkylfingurinn og „Íslandsvinurinn“ Pádraig Harrington. Harrington er fæddur 31. ágúst 1971 og fagnar hálfrar aldar (50 ára) afmæli!! Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Harrington með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: The Hon. Michael Scott, 31. ágúst 1878 – 9. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Erlingur Svanberg og Ingibjörg Snorradóttir – 30. ágúst 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Erling Svanberg Kristinsson, og Ingibjörg Snorradóttir, en þau eru bæði fædd sama dag, 30. ágúst 1951 og eiga því 70 ara afmæli í dag. Golf 1 óskar þeim innilega til hamingju með merkisafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Francisco Abreu, 30. ágúst 1943 (78 ára);  Beth Bader, 30. ágúst 1973 (48 ára); Amanda Moltke-Leth, 30. ágúst 1976 (45 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2021 | 08:00

LET: Guðrún Brá varð T-38 á Skaftö Open

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK, tók þátt í Skaftö Open, sem var mót sl. viku á LET. Mótið fór fram í Skaftö klúbbnum í Fiskebäckskil, Svíþjóð og stóð dagana 27.-29. ágúst 2021 Völlurinn, sem spilað er á, er fremur stuttur en krefjandi keppnisvöllur; 4.782 metrar og par-69. Guðrún Brá lék á samtals 6 yfir pari, 213 höggum (69 72 72) og deildi 38. sætinu með 6 öðrum kylfingum, þ.e. varð T-38. Sjá má lokastöðuna á Skaftö Open með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Michael Jackson – 29. ágúst 2021

Hver hefði trúað því að popgoðsögnin Michael Jackson (oft kallaður konungur popsins) kynni eitthvað fyrir sér í golfi? Svo er að sjá a.m.k. ef eitthvað er að marka meðfylgjandi myndskeið SMELLIÐ HÉR: Eins var Jackson alltaf í golfhönskum, sem settir voru semalíusteinum og hefir sá dýrasti sem stjarnan hélt mikið upp á selst fyrir litlar $350,000 (u.þ.b 35 milljónir íslenskra króna) – Já jafnvel golfhanskar geta orðið verðmætir með tímanum!!! Það er Michael Jackson sem er afmæliskylfingur dagsins hér á Golf 1, en hann hefði orðið 63 ára í dag hefði hann lifað. Michael Joseph Jackson var fæddur 29. ágúst 1958 og dó s.s. flestir aðdáendur hans vita 25. júní Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (35/2021)

Nokkrir stuttir á ensku: „Golf is an easy game …. it’s just hard to play!“ „Golf a five mile walk …. punctuated with disappointments“ „Golf is like life …. you strive for the green …. but end up in a hole.“  

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: David Whelan —– 28. ágúst 2021

Það er David Whelan sem er afmæliskylfingur dagsins. Whelan er fæddur í Sunderland, Tyne and Wear, í Englandi 28. ágúst 1961 og á því 60 ára stórafmæli. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1981. Á ferli sigraði hann aðeins 1 sinni á Evróputúrnum þ.e. Torras Hostench Barcelona Open, þann 20. mars 1988. Síðar gerðist hann golfkennari og forstöðumaður Leadbetter Academy í Bradenton, Flórída. Meðal nemenda hans þar eru ekki ófrægari kylfingar en Paula Creamer, Catriona Matthew, Hunter Mahan, Peter Uihlein og systurnar Jessica og Nelly Korda. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Butch Harmon, 28. ágúst 1943 (78 ára); Jóhann Árelíuz (69 ára); David Whelan, 28. ágúst 1961 (60 ára merkisafmæli); Lee Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2021 | 08:00

Unglingamótaröð GSÍ 2021: Perla Sól og Gunnlaugur Árni stigameistarar

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er stigameistari 2021 á unglingamótaröð GSÍ í flokki 15-16 ára stúlkna. Perla Sól sigraði á öllum fimm mótum tímabilsins og varð Íslandsmeistari í holukeppni og höggleik. Berglind Erla Baldursdóttir, GM, varð önnur á stigalistanum. Hún lék á öllum fimm mótum tímabilsins og varð einu sinni í öðru sæti og fjórum sinnum í þriðja sæti. Sara Kristinsdóttir, GM, lék á öllum fimm mótum tímabilsins. Hún varð þrívegis í öðru sæti og einu sinni í fjórða sæti. Alls tóku 20 keppendur þátt í þessum aldursflokki á tímabilinu. Stigalisti 15-16 ára stúlkur: ___________________________________________________________________ Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, er stigameistari unglinga 2021 í flokki 15-16 ára pilta. Gunnlaugur Árni lék Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Richard Sterne og Birdie Kim – 27. ágúst 2021

Afmæliskylfingur dagsins eru tveir:  Richard Sterne, og Birdie Kim. Þau eru bæði fædd 27. ágúst 1981 og eiga því 40 ára stórafmæli í dag. Richard Sterne fæddist í Pretoríu, S-Afríku og gerðist atvinnumaður í golfi 2001 eða fyrir 20 árum. Á þeim tíma hefir hann sigrað í 9 atvinnumannsmótum; 6 á Evróputúrnum og 6 á Sólskinstúrnum s-afríska. Birdie Kim (á kóreönsku 김주연) fæddist í Iksan, S-Kóreu og gerðist atvinnumaður árið 2000. Hún hefir sigrað í 4 mótum 1 á LPGA og það ekkert smá móti eða á US Women´s Open risamótinu 2005! Síðan á Birdie Kim í beltinu 3 sigra á Symetra. Birdie Kim lenti í slæmu umferðarslysi 2009, sem hefir Lesa meira