
LPGA: Nýju 8-liða móti – The International Crown – hleypt af stokkunum – Myndskeið
Þessa dagana fer fram í Orlando, Flórída, PGA sölusýningin.
LPGA kynnti þar nýja liðakeppni The International Crown, þar sem 4-manna lið frá 8 þjóðum, munu keppa um heimstitilinn, líkt og í Solheim Cup, nema þátttakendur eru ekki bara frá Evrópu og Bandaríkjunum og lið með kylfingum eins og Yani Tseng og Na Yeon Choi fá að keppa, þ.e. lið frá Suður-Kóreu og Taíwan. Na Yeon Choi segir m.a. í myndskeiði, sem fylgir með hér að neðan að hún hafi alltaf verið öfundsjúk að fylgjast með Solheim Cup, en nú fengju hún og fleiri kylfingar, sem stæðu utan við þá keppni, sína eigin.
Mótið fer fyrst fram 24.-27. júlí í Caves Valley í Owings Mills, Md., á næsta ári, 2014. Árið 2016 fer mótið síðan fram í Rich Harvest Farms í Illinois, þar sem Solheim Cup 2009 var haldið. Michael Whan framkvæmdastjóri LPGA sagði óvíst á þessari stundu hvort mótsstaðir yrðu utan Bandaríkjanna.
Engir fyrirliðar fara fyrir liðunum 8 en kylfingarnir keppa um $1.6 million. Sérhver keppandi sigurliðsins hlýtur $100,000. Ekkert var gefið upp um styrktaraðila keppninnar.
Til þess að sjá kynningu á International Crown SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá viðbrögð Na Yeon Choi og IK Kim við The International Crown SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024