Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2013 | 14:00

17 mánaða snáði slær golfbolta af miklum móð! – Myndskeið

Hann er bara 17 mánaða litli stubburinn í meðfylgjandi myndskeiði sem slær golfboltana sína (reyndar borðtenniskúlur) af miklum móð með plastkylfunni sinni.

Hann skríkir af kátínu og sveiflan er bara alveg mögnuð hjá svona litlu kríli.

Hann er aðeins farinn að tala og segir  ball og wall (bolti og veggur) til skiptis og er yfir sig ánægður þegar fleiri boltum er rúllað í áttina til hans svo hann geti slegið í þá! Já, það má með sanni segja að þessi hafi spilað golf áður en hann gat talað!!!

Buxurnar renna niður þegar leikar standa sem hæst, en hver er að fást um svoleiðis smáatriði í miðjum golfleik?

Þeir eru alltaf að verða yngri og yngri þessir kylfingar og leikgleðin hjá þeim allrayngstu leynir sér ekki eins og sést !!!

Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: