Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2013 | 09:45

PGA: Snedeker og Choi leiða á Farmers Insurance Open – hápunktar og högg 1. dags

Það eru Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker og KJ Choi frá Suður-Kóreu sem eru í forystu eftir 1. dag á Farmers Insurance Open, en mótið hófst í gær.

Báðir komu þeir í hús á 7 undir pari, 65 höggum.  Snedeker var með „hreint skorkort” þ.e. 7 fugla og 11 pör, en KJ með 8 fugla, 9 pör og 1 skolla.

„Það er skrítið, þegar maður lítur yfir alla golfvellina sem maður ætti að spila vel á þá er þessi ekki einn af þeim,” sagði Snedeker m.a. eftir hringinn góða. „Þetta er langur, erfiður völlur, með miklu röffi og maður þarf að slá mörg járnahögg. Styrkleiki minn eru drævin og púttin, þannig að þetta er furðulegt. En af einhverri ástæðu hefir völlurinn reynst mér vel.”

KJ Choi var sérlega ánægður með gengið á par-4 15. holunni en innáhögg hans lenti aðeins nokkrum cm frá holu. „Þetta er besta höggið mitt nokkru sinni á 15. á Suðurvellinum” sagði Choi ánægður að hring loknum, en eftirleikurinn var auðveldur fyrir hann og hann náði góðum fugli á holuna.

Átta kylfingar deila 3. sætinu þ.á.m. Mike Weir og Ross Fisher, en allir spiluðu þeir á 6 undir pari, 66 höggum og eru aðeins 1 höggi á eftir forystunni.

Níu kylfingar, þ.á.m. Bo Van Pelt deila síðan 11. sætinu enn einu höggi á eftir forystunni þ.e. á 5 undir pari, 67 höggum.

Þeir 16 kylfingar sem spiluðu á 4 undir pari, 68 höggum deila síðan 20. sæti en þeirra á meðal er Tiger Woods.

Til þess að sjá stöðuna á Farmers Insurance Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: