Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2013 | 11:30

GSG: Sigríður Erlingsdóttir kjörin formaður – 60 manns sóttu aðalfund

Aðalfundur GSG sem fram fór 23. janúar s.l lofar góðu um komandi golfvertíð.

Nýr formaður, Sigríður Erlingsdóttir tók við um leið og Sigurjón Gunnarsson lauk sínu formannsstarfi. Sigríður átti sæti í fráfarandi stjórn, en gegndi þar stöðu ritara stjórnarinnar. Þrír voru í framboði til embættis formanns GSG.

Rúmlega 60 félagar sóttu fundinn og verður það að teljast góð þátttaka í ekki stærra félagi.

Um 60 manns sóttu aðalfund GSG, 23. janúar 2013. Mynd: Helgi Hólm

Um 60 manns sóttu aðalfund GSG, 23. janúar 2013. Mynd: Helgi Hólm

Nokkrar aðrar breytingar urðu á stjórn GSG; þannig gengu Kristinn Jónsson og Skafti Þórisson úr stjórn og nýir stjórnarmenn sem við taka af þeim eru þeir Torfi Gunnþórsson og Jónatan Már Sigurjónsson.

Varamenn í nýju stjórninni eru Atli Þór Karlsson og Skafti Þórisson sem koma í stað  Sigríðar Erlingsdóttur og Sigurðar Kristjánsson.

Það er bjart framundan hjá Golfklúbbi Sandgerðis – völlurinn yndislegur að spila, sem ávallt og alltaf að verða fallegri og betri!