Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2013 | 13:30

Evróputúrinn: Chris Wood leiðir fyrir lokahringinn á Qatar Masters

Það er Englendingurinn Chris Wood sem tekið hefir forystu á Commercial Bank Qatar Masters mótinu.

Wood er búinn að spila á samtals 15 undir pari,  201 höggi (67 70 64) og átti glæsihring í dag upp á 8 undir pari, 64 högg. Á hringnum góða fékk Wood 1 örn, 7 fugla, 9 pör og 1 skolla.

Öðru sætinu, 3 höggum á eftir Wood deila þeir Simon Kahn frá Englandi, Michael Campbell frá Nýja-Sjálandi og Svíinn Alexander Noren, allir á samtals 12 undir pari, 204 höggum, hver.

Branden Grace og Sergio Garcia deila síðan 5. sætinu á samtals 11 undir pari, hvor.

Thorbjörn Olesen deilir 7. sætinu ásamt 3 öðrum, en allir eru á 10 undir pari hver og Martin Kaymer deilir 11. sætinu, líka með 3 öðrum kylfingum á samtals 9 undir pari, en hann átti „slakan hring“ í dag, spilaði á parinu.

Til þess að sjá stöðuna í Qatar Masters eftir 3. hring SMELLIÐ HÉR: